miðvikudagur, 10. september 2014

Stjórnmál: Fótboltinn bjargar geðinu !!!

Mikið var nú gott að landsleikurinn við Tyrki skyldi vera sama kvöld og setning Alþingis.  Svo góð frammistaða okkar manna (Tyrkjaránsins hefnt eins og kallin myndi hafa sagt) kom í veg fyrir skjóta innlögn eftir að hafa hlustað á Forsetann bulla (ansi veruleikafirrtur í ár) og ekki tók betur við að
hlusta að kynningu á nýjum Fjárlögum. Það á ýmislegt eftir að gerast á Alþingi áður en Bjarnabuna kemst í gegn.

Fótboltinn var dásamlegur, falleg og skemmtileg mörk, leikmenn Íslands voru að gera sitt besta  undir stjórn leiðtogans Gylfa, enda uppskáru þeir í samræmi við það, það er ekki hægt að segja það sama um valdamenn okkar í Alþingishúsinu og fjölmiðlunum.      





Mynd: Höfundur Frá Þingeyrum