þriðjudagur, 21. maí 2013

Gleðjumst

Það er að sumra.  Lífið er ekki svo ömurlegt.
Við hjónin eyddum 11 dögum í að sjá um barnabörn meðan foreldrarnir stunduðu vinnu í útlöndum. Fluttum í 101 það var ævintýraleg. Samt höfðum við ekki tíma til að fara á krá.  Fengum okkur einu sinni skyndibita ágætan.  Svo var það bara að sjá um mat fyrir unga fólkið og koma þeirri yngstu í skólann.  Hlusta á tónlistaræfingar og unglinga að skemmta sér.  Fórum á sinfoníu á fimmtudag. Dásamlegt.  
 
Það var skemmtilegt en lýjandi.  Okkur þykir vænt um börnin þetta eru svo fínir krakkar, en við erum að eldast. Stundum erum við þreytt.  En við erum líka dugleg.   

Við borðuðum hollan mat í kvöld með ættingjum okkar. Grænmetisrétt a la BG með perum og mygluðum osti. Og eitthvað gott með, rauðvín.   


Lífið er ekki svo ........