Það er sorglegt að kennari skuli ekki hafa orðið var við breytingar á stöðu samræmdra/könnunarprófa, þar sem þau eru haldin að hausti núna til þess að nemendur sem eru flestir orðnir 15 ára gamlir geti hugað að stöðu sinni þennan seinasta vetur í Grunnskóla. Það er enginn felldur á þessum prófum, kennarar hafa líka tækifæri að fjalla um hina ýmsu þætti námskránna, sem erfitt er að fella inn í próf, 8-9 mánuði fram á vor, þar sem könnunarprófin byggjast að mestu leyti upp á krossaspurningum. Það eru ýmsir sem vilja fá gömlu, góðu samræmdu prófin, þeir skynja breytingar sem bloggskrifari virðist ekki átta sig á. Samanborið landsfundur Sjálfstæðisflokksins:
Í ályktun allsherjarnefndar- og menntamálanefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis lagt til að samræmd próf við lok grunnskóla verði tekin upp á ný, „til að framhaldsskólar geti metið nemendur á jafnréttisgrundvelli við ákvörðun um inntöku“.
Samræmd próf í 10. bekk voru lögð niður með nýjum grunnskólalögum sem tóku gildi árið 2008 en í stað þeirra tekin upp könnunarpróf að hausti, með svipuðu sniði og í 4. bekk og 7. bekk. Þess breyting hefur verið umdeild og halda sumir því fram að hún sé orsakavaldur n.k. einkunnaverðbólgu í grunnskólum þar sem kennarar vilja tryggja að nemendur þeirra komist inn í framhaldsskóla
Það eru líka könnunarpróf í 4. og 7. bekk sem sjaldan eru rædd, þar eru líka umdeilanleg atriði, enginn er fullkominn ekki einu sinni starfsmenn Námsmatsstofnunar. En mér finnst að sú umræða, um þessi próf í 4., 7., og 10. bekk eigi að vera til þess að gera þau betri meðan þau eru við lýði. Starfsmenn Námsmatsstofnunar eru ekki að semja próf af illgirni einni heldur eru þeir að reyna að semja þau með hliðsjón af Námskrám fyrir grunnskóla sem ráðherra og ráðnuneyti hafa skrifað undir, stundum í miklu samráði við kennara og samtök þeirra, stundum í litlu samráði, það fer hvers konar ríkisstjórn situr við völd. Farið er með spurningar út í skóla landsins og þau prófuð á stórum hópi af nemendum. Útkoman þar er meira í samræmi við lokaniðurstöður sem nemendur fá í hendur en skoðanir nokkurra kennara og sérfræðinga sem telja sig vera í heilögu stríði við yfirvöld og vita flest betur. Það er hægt að færa ágæt rök fyrir því að próf eigi ekki að vera í skólum. En það hafa ekki foreldrar, kennarar eða yfirvöld fallist á og hafa önnur rök.
Blogghöfundur segir : Matsaðferðirnar eiga bara, að mínu mati, að vera allt aðrar og mæla fjölbreyttari þætti.
Matsaðferðirnar eru fjölbreyttar ef kennarinn og skólinn sem hann starfar við vilja, Það er skólinn sem sendir frá sér einkunnir nemenda í lok 10. bekkjar Grunnskóla og námskrár ætlast til fjölbreytni í mati. Samræmd próf hafa ekki það gildi sem blogghöfundur segir. Það er kennaranna og skólann að vinna námsmat úr hinum fjölmörgu þáttum allra greina skólakerfisins. Sem betur fer eru gerðar kröfur um það víða.
PS.
Þessa efnisgrein skil ég ekki:
Og það skyldi enginn halda að það sé nauðsynlegt að hanna prófið þannig að meirihluti þess sé ekki á valdi þriðjungs nemenda. Niðurbrot nemenda skrifast algjörlega á sparnað og gamaldags matsaðferðir.