laugardagur, 16. maí 2015

Feneyjagjörningurinn og Seyðfirðingurinn ósýnilegi

Einn furðulegasti gjörningur listasögunnar á sér stað í boði Íslenska ríkisins. Setningarathöfnin fer fram með pompi og pragt.  En það er ekki ráðherra menntamála og lista eða fulltrúar hans sem taka til máls.  Það eru ekki íslenskir tónlistarmenn sem flytja verk sín við opnun. Eflaust hefur listaelítan mætt þarna  með Godd í fararbroddi.  Hlynur Hallsson hrósaði þessu á fésinu sínu.  Allir eiga að vera meðm. Nema listamaðurinn það sést hvergi mynd af honum, hann hefur ekki áhuga á því. Ef hann er til .....
Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra lét frá sér eft­ir­far­andi: „Frá upp­hafi land­náms hér á landi á 9. öld og vel fram á 20. öld var ís­lenska þjóðin sam­sett af eins­leit­um hópi fólks sem lifði á nátt­úru­auðlind­um lands­ins í því harðbýla um­hverfi sem við þekkj­um hér í Norður-Atlants­hafi. Á síðustu ára­tug­um hef­ur landið verið auðgað af inn­flytj­end­um víðsveg­ar að úr heim­in­um og þannig örvað sam­tal um hin ýmsu mál, byggt á umb­urðarlyndi gagn­vart mis­mun­andi trú­ar­brögðum sem mik­il áhersla er lögð á í sam­fé­lagi okk­ar. Sam­fé­lag múslima á Íslandi er mik­il­væg rödd í þessu sam­tali og er það von mín að verk Cristoph Büchel í ís­lenska skál­an­um, MOSK­AN – Fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um, á Fen­eyjat­víær­ingn­um muni verða já­kvætt inn­legg í þessa umræðu á heimsvísu,“ seg­ir á vef mennta­málaráðuneyt­is­ins. 
En formaður Félags múslima á Íslandi virðist vera einhverskonar framkvæmdastjóri þarna á svæðinu. Enda virðist hann líta á sig sem hluta listaverksins„Við erum stolt að styðja við MOSK­UNA, fram­lag Íslands til Fen­eyjat­víær­ings­ins,“ seg­ir Sverr­ir Agn­ars­son, formaður Fé­lags múslima á Íslandi. „Það er einkar viðeig­andi að þetta verk skuli vera sett fram á sama tíma og mik­il umræða á sér stað um bygg­ingu fyrstu mosk­unn­ar í Reykja­vík. For­dóm­ar og póli­tísk­ur þrýst­ing­ur gerðu það að verk­um hér áður fyrr, bæði á Íslandi og á Ítal­íu, að óhugs­andi þótti að ímynda sér mosk­ur á hvor­um staðnum. En nú, þegar ís­lenski skál­inn er að taka á sig loka­mynd, stönd­um við í Fé­lagi múslima á Íslandi fyr­ir hönn­un­ar­sam­keppni meðal fremstu arki­tekta Evr­ópu og höld­um áfram áform­um um bygg­ingu fyrstu mosk­unn­ar í nyrstu höfuðborg heims. Það er von okk­ar – Ins­haAllah – að verk­efni sem þessi leiði til líf­legr­ar starf­semi múslima um heim all­an og ánægju­legri og auk­inna, friðelsk­andi sam­skipta milli okk­ar allra í Fen­eyj­um, Reykja­vík og borga um all­an heim.“

Svo mörg voru þau orð, en mikið er það barnalegt hjá listaelítunni að þetta hleypi ekki eihverju vafasömu af stað að það sé bara fegurð sem muni ríkja eins og Goddur sagði.  Og kastaði síðan hnútum að íslenskum listamönnum.  Hvað mun þetta að hafa í för með sér fyrir íslenskan listaheim?  Ætli Seyðfirðingurinn ósýnilegi verði sýnilegur?  Ætli Seyðisfjörður verði Mekka þar sem listaunnendur munur þyrpast til að sjá honum bregða fyrir?  Eitt er víst að Bucherl fær Feneyjaftvíæringinn skráðan í CVið sitt.  Þar er ekkert um Ísland nema Reykjavik Art Festival 2008. Kannski væri ráð að flytja Kirkjuna- Moskuna  í bútum til Reykjavíkur og setja hana þar upp.  Það myndi leysa mörg vandamál. 


Þetta var dagskrá opnunarhátíðarinnar samkvæmt vef
The Inauguration – Friday, 8 May 2015

11 am Speeches
A reading from the Qu’ran by an elected representative of the Muslim community

Speech by Mohamed Alman al Ahdab, President of the Muslim Community in Venice (Italian); Translation of speech (English)

Speech by Sverrir Ibrahim Agnarsson, President of the Muslim Association of Iceland (English)

Anachid music performed by members of the Muslim community

11.50 am Refreshments
Light refreshments provided in the Education Centre

12.20 pm Speech
Speech by Imam Mohamed (Italian); Translation of speech (English)

Anachid music performed by members of the Muslim community

1 pm Call to Prayer

2.15 pm Lunch
Lunch provided from women of the Moroccan Muslim community

3 pm Education centre opens