sunnudagur, 27. nóvember 2016

Dapurleg framtíð: Heilbrigðisþjónusta á vonarvöl

 Það er sorglegt að enn eigum við að þurfa að hlusta á rugl Bjarna Benediktssonar næstu fjögur árin.
 Eins og þetta:
 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann
 Allar hans hugmyndir byggjast á röngum viðmiðum, þess vegna verður útkoman röng. Eins og OECD sýnir fram á í nýjustu úttekt sinni.  

Ísland skrapar botninn


Hvergi innan OECD er eins litlu fé varið í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar og á Íslandi og í Mexíkó. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Ný skýrsla OECD sýnir að Ísland er mikill eftirbátur annarra ríkja Norðurlanda í útgjöldum til heilbrigðismála.(RUV 27.11. 2016).

Auðvitað segir Bjarni í næsta viðtali að þetta sé bull, því honum hefur lærst það í póltík að ef maður segir sama hlutinn nógu oft þá verður hann sannleikur.  Það notaði Trump í sinni kosningabaráttu. Það hafa óbilgjarnir leiðtogar gert löngum.  

Það er vita mál að við erum á röngu róli í Heilbrigðiskerfinu.  Í fyrra sagði forstjóri Alþjóðagjaldeyrisstjóðsins að það þyrfti að breyta skattastefnu í okkar heimshluta.  Kenningin um lægri skatta til að auka hagvöxt er alröng og úrelt.  Bjarni vill ekki viðurkenna þessa fullyrðingu, hann er fulltrúi hinna ríku á Íslandi.  Þess vegna breytist lítið.  Það var sorglegt að heyra í honum eftir kosningar þar sem hann gaf í skyn að það væru ekki til peningar í heilsugæsluna.  Og frændi hans Benedikt kom af fjöllum að það væru til flokkar sem vildu hækka skatta þótt þeir hefðu sagt það í kosningabaráttunni.  Að breyta viðmiðum í kvóta var eitthvað sem gekki ekki, eftir að hann hafði talað við einn stærsta útgerðarmann landsins.  Það gekki alls ekki.  Og Óttarrrrrr virðist fylgja þeim frændum.  Verði honum að góðu.  Segðu mér hverjir eru vinir þínir ..........
Hinir fátæku og millistéttin eru aflvélar hagvaxtarins, sagði Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sautjánda júní; ekki á Austurvelli heldur í Brussel. Hún hvatti stjórnvöld um allan heim til að breyta skattastefnu sinni svo hún þjónaði hinum verr stæðu en ekki hinum auðugu og valdamiklu, berjast gegn spillingu og vinna með öllum tiltækum ráðum gegn misskiptingu auðs og tekna. Það væri nefnilega misskiptingin sem héldi aftur af hagvextinum. Brauðmolakenningin er dauð.
Lagarde vitnaði til orða Frans páfa þegar hann talaði um efnahagsstefnu aðgreiningar; hvernig misskipting auðs, tekna og valda héldi hinum fátækari niðri við takmörkuð lífsgæði á meðan hinir betur settu hefðu öll tækifærin og lífsgæðin.(Fréttatímin, 18.06 2015)

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta vera áhyggjuefni. „Vegna þess að við teljum að við ættum að geta varið mun meira af þjóðarkökunni, eða hlutfalli þjóðarkökunnar í heilbrigðismál. Ekki erum við hér á Íslandi að eyða fé í hernaðarútgjöld til dæmis, og það er alveg ljóst að það hefur verið mikið rætt um að það þurfi að gefa í í heilbrigðismálum og það sést alveg þegar tölurnar eru skoðaðar, þannig að ég held að menn verði að finna leið til að skipta kökunni þannig að hærra hlutfall og meira fé fari til heilbrigðismála,“ segir Páll.

 Ég læt fylgja með tvær töflur úr Health at Glance: Europe 2016 fyrir þá sem hafa ánægju af tölfræði : Það er ýmislegt sem er forvitnilegt.  Eitt sem kemur á óvart úr öllu ritinu, hve tölfræðirannsóknir Íslendinga eru ófullkomnar það er ansi margt sem vantar.  

En á þessum síðum kemur í ljós að nær engin aukning á hefur orðið í góðærinu seinustu 3 árin á fjármunum til Heilbrigðismála þrátt fyrir ummæli ráðherra.  við erum öll seinustu 5 ár með 8,6 - 8,9 % þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Bjarna og Sigmundar Davíðs  hvað þeir hafi gert betur en Jóhanna og Steingrímur ..............