þriðjudagur, 8. apríl 2014

Óperan: Gunnar á lof skilið

Sá síðustu sýninguna á Ragnheiði.  Varð tilefni ýmissa hugleiðinga: 

Sýningin sem slík var gífurlega vel gerð og sett upp.  Óperunni til sóma. 

Sviðið og lýsingin frábær, ótrúlegt hvað hægt er að gera við erfiðar aðstæður.  Sviðsatriðin mörg svo falleg. Grétari og Kó til hróss. 

Söngvarar og kór voru fín, Þóra rismikil í dramatisku atriðunum, Elmar flottur á sviði, hlakka til að sjá hann í fleiru. Viðar, Bergþór, Guðrún Jóhanna og Elsa.  Þetta var allt svo jafngott.  

Óperan sjálf;  ég er bara búinn að hlusta einu sinni á hana, á sýningunni, nokkrar aríur, lofa góðu við endurheyrn, verður þetta ekki gefið út á diski.  Tveir dúettar ef ég man rétt, Bergþór í Allt eins og blómstrið eina, Guðrún Jóhanna með sína aríu í seinni hlutanum. Eiðtaka flott í samspili söngvara og kórs.  Mér þótti vanta meiri fjölbreytni í útsetningum hljómsveitarinar.  Stundum svolítið litlaust en sprettir á milli, arían (var það Guðrún Jóhanna) þegar harpan er notuð sem aðalhljóðfærið var mjög falleg.  

Það sem var einstakt við þessa sýningu að horfa á 1700 áhorfendur á hverri sýningu.  Sem kunnu að skemmta sér eins og á að gera á óperu.  Sýningin var ansi spennandi.  Og tilfinningaþrungnir lokakaflarnir dramatískir.  Ég sá nú ekki þessa grátþörf.  Þetta var damatísk en hvað með það, margar óperur eru það. Texti Friðriks var stundum ansi tilgerðarlegur það er erfitt syngja eðlilegt 17. aldar mál.  
Það eru ekki mörg óperuhús sem geta státað af svona móttökum í dag af nýrri óperu.  

Það er gaman að bera Ragnheiði saman við Passíusálma Megastar sem ég hlustaði á í sömu viku.  Sálmarnir höfðu meiri áhrif á mig, útsetningarnar magnaðri.  Ég er samt ekkert að segja að Gunnar hafi gert eitthvað slæmt, það var margt gott.  Ég var svo lánsamur að hlusta á Gunnar með félögum sínum í Trúbrot á sínum tíma.  Það er áhrifamesta rokktónlist sem flutt hefur verið hér á land, sunnudagskvöldin í Glaumbæ voru oft mögnuð. Gunnar á lof skilið. 

Mikið eigum við af góðu listafólki.   Gott er líka hversu margir Íslendingar kunna að meta þá.  Þrátt fyrir nagg um kostnað, Hörpur og það að fólk fái laun fyrir vinnu sína.