mánudagur, 24. júní 2013

SUMARSTUÐ Í ÝMSUM VEÐRUM

Það er gaman að ferðast um landið þótt það sé ekki alltaf sól og 20 stiga hiti. 

Það er merkilegt að sjá hversu fólk þyrpist til landsins, fyllir gistihús og hótel.  Sem heita orðið ýmsum fínum nöfnum; Country hotel, Restaurant, Café og Bar.   Sem maður efast oft um að standi undir nafni.  En það er gaman að fylgjast með brölti landans að taka þátt í upganginum.  Og margir gera vel, þótt eflaust séu ekki allir gististaðir og matstaðir eins og lofað er.   

Ég gisti á Hala, fín aðstaða í dýrasta lagi en það var þó morgunverður á Þórbergssetri. Spaugilegt að hafa heyskap fyrir utan gluggann hjá sér þangað til á ellefta tímanum á laugardagskvöldið!!! Og það er gaman að hitta ungt fólk sem ætlar að hjóla hringinn um landið komið alla leið frá Quebeck í Kanada.  Ansi viðkunnanlegt fólk.  Það var ánægt í morgun (sunnudag) að halda áfram í sóskininu. Hvoll, gististaður í Vallarbæjum, er austarlega í Vestur-Skaptafellssýslu, þægilegur áfangastaður.    

 Maturinn á Gistihúsinu á Egilsstöðum, snarl síðdegis, var frábær, lambahamborgari og humarsúpa, þjónustan og umhverfið óaðfinnanleg.  

Við gistum þarna fyrir 38 árum á hótelinu vorum veðurteppt í október það var ekki flogið í 4 daga!!! Það var erfitt að vera með 2 börn innan um skrautmuni og kristalglös!!!!  Ógleymanleg upplifun upp á lífstíð!!! 

Það er líka gaman að sjá hversu veiðarnar sem LÍÚ bölsótast yfir skapa mikið líf í flestums sjávarplássum tugir smábáta og trilla sem streyma út á gjöful mið og skila vinnslu í fiskvinnsluhúsum.   

Landinn hefur líkað tekið miklum framförum í akstri á þjóðvegunum fáir sem reyna að ryðjast fram úr þar sem ekki er leyfilegt.  Einn var þó minnisstæður á Hellisheiðinni æddi yfir á óbrotinni línu og spýtti stein á okkur, honum lá svo mikið á að komast í bæinn á risadekkjunum.  Vonandi hefur hann komist á réttum tíma.  Og rúðan slapp hjá okkur í þetta sinn.    

Það er fallegt um að lítast í sólarleysi, skýjabakkar sem æða um himin, skýjaskúrir sem þjóta yfir sjóndeildarhringinn, hella yfir okkur smádembu og eru svo horfnir.  Þannig er Ísland.  Hitinn ekki sérstaklega mikill, 12-18 stig, en léttara yfir mannfólkinu þegar sólin birtist.  

Gleðilegt sumar og sumarleyfi landar mínir elskulegu!  

Svo fékk ég dularfullt SMS austur á fjörðum:   Þetta er nýja símanúmerið mitt. Kveðja Davíð!!!  Svo er að leysa þessa erfiðu gátu.  Hvaðan kom þetta frá Davíð O., Sigmundi Davíð eða Davíð Húsverði !!!!!