föstudagur, 7. nóvember 2014

4000 dauðir :Gjald fyrir boltafíkla Anno 2022

Er Þetta hægt?

1.400 látnir við byggingu HM-valla í Katar. 

Til þess að við getum skemmt okkur yfir boltaleik sem að vísu getur verið listafagur á stundum. En þvílíkt og annað eins - 

Talið er að 4000 muni farast þegar upp verður staðið, ekki fjarri þeim sem hafa látist úr Ebólu. 
Verkamenn sem fá ekki greidd launin sín mánuðum saman, eru þrælar/fangar. Síðan eigum við að skemmta okkur. 

Við horfum á gerum ekkert við viljum njóta, hvað eru 4000 manns milli vina? 
Hvað deyja margir á hverjum degi, í Sýrlandi,Írak, Palestínu og svo framvegis ..
Ætli 4000 sé svo mikið?

4000
--------------------------------------
ATLI ÍSLEIFSSON SKRIFAR:
Að minnsta kosti 1.400 manns hafa látist við byggingu á nýjum knattspyrnuleikvöngum í Katar. Fyrirhugað er að leikvangarnir verði notaðir á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í landinu árið 2022.

Sænska ríkissjónvarpið ræðir í frétt sinni við fulltrúa sænsks stéttarfélags sem heimsótti landið og segir hann starfsaðstæður verkamanna ekkert hafa batnað frá síðustu heimsókn hans fyrir um ári. „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst, þegar gengur mjög, mjög hægt,“ segir Johan Lindholm, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Byggnads.

Lindholm segist hafa rætt við rúmlega hundrað verkamenn frá Bangladess, Nepal og Filippseyjum – verkamenn sem hann hitti líka í heimsókn sinni til landsins fyrir um ári. „Staða þeirra er skelfileg og þeir hafa ekki fengið borguð laun síðustu sex eða sjö mánuði.“

Lindholm segir aðstæður þeirra einna helst líkjast vinnuaðstæðum þræla og séu meðal annars reglur um að þeir megi ekki yfirgefa landið án heimildar vinnuveitanda í gildi.

Í fréttinni kemur fram að alþjóðafélag stéttarfélaga hafi varað við að rúmlega fjögur þúsund manns eigi á hættu að láta lífið við framkvæmdirnar áður en knattspyrnuveislan hefst 2022. Enn er óljóst hvenær ársins mótið mun fara fram, en vegna gríðarlegs hita að sumri er talið ólíklegt að mótið fari fram í júní og júli líkt og vanalega tíðkast. (Visir)