miðvikudagur, 11. desember 2013

Ríkisstjórn í vanda

Ríkisstjórnin hörfar. Lætur undan sterkri stjórnarandstöðu og
andstöðu bloggara og fésara. Almennri reiði í samfélaginu.
Þeim tekst ekkert að sundra andstöðunni enda er vafi á því að stjórnin hafi herkænsku til þess.
Það er pínlegt þegar forsætisráðherra breytir stefnunni í ræðustóli  og niðurlægir samherja sína.                       

Málsmetandi álitsgjafar utan stjórnmála láta í sér heyra.  Jón Kalman Stefánsson í morgun sem tjáir sig um Þróunarhjálp okkar í sterkri og tilfinningaríkri grein.
 
Menntamálaráðherra á í ansi miklum erfiðleikum vegna umræðunnar um RUV, útvarpsstjóra er varla stætt að sitja áfram, rúinn trausti samstarfsfólks.  Ráðherrann sem átti að hafa sambönd víða í listageiranum situr uppi sem hlýðinn nýfrjálshyggjusinni sem berst ekki fyrir sínum málaflokkum.

Svo ríkisstjórn með mikinn alþingismeirihluta á í vök að verjast. Eitt er það þó sem ekki á að víkja frá það er algjör eftirgjöf gagnvart útgerðarmönnum, jú og skattalækkanir eru heilög ritning jafnvel á tímum þegar á þarf fjármunum að halda sem aldrei fyrr.

Það vakti athygli mína að Forsetinn mætti ekki við minningaathöfnina stóru í Suður-Afríku. Ætli hann vaki yfir  Ríkisstjórrninni og treysti sér ekki af landi brott???? Hver veit? Er hann ekki Guðfaðirinn?