þriðjudagur, 2. desember 2014

Drepum RÚV, Drepum.

Þeir ætla að murka lífið úr RÚV.Þeir gera sér vart grein fyrir afleiðingunum. 
Illugi og Bjarni.  Með þöglu samþykki Framsóknar. 
Seinustu árin hefur kór Íhaldsins sungið:  Drepum RÚV. 
Davíð Oddsson. Björn Bjarnason. Óli Björn Kárason. Stuttbuxnaliðið. 
Svo bætist við kjánahrollslið Framsóknar: Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson sem neitar að ræða við fréttamenn RÚV.
Menningarhlið RÚV er eitthvað sem þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir. Enda slíkt bara fyrir furðufugla og afætur.  Varðveisla gagna og bráðum aldarsaga ríkisútvarps á Íslandi.  Skiptir engu máli.  
Íhaldsmennirnir á Íslandi sem elska að herma eftir Bretum, í nýfrjálshyggjuniðurskurði, gleyma þó einu, miklum stuðningi við BBC.  
Það skiptir engu máli þótt fjölmiðillinn RÚV njóta langmests trausts landsmanna.  Íslendingar eru fífl, hugsar Íhaldið.  Og ríkisstjórn með traust eins 36% stuðning meðan Fréttastofan hefur 70% fylgi.
Nei, kórinn hrópar bara: Drepum RÚV, Drepum.  





Hollvinir útvarpsins hafa auðvitað áhyggjur af hatrinu á almannaútvarpi.

Ályktunin í heild: 
Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins styður stjórn Ríkisútvarpsins heilshugar og beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis og ríkisstjórnar að hætta við boðaða fyrirætlun um að skerða lögbundin framlög til Ríkisútvarpsins enn eitt árið, jafnvel til lengri tíma.
Ríkisútvarpið er í eigu þjóðarinnar, almannaútvarp sem hefur miklu og óumdeilanlegu hlutverki að gegna í daglegu lífi landsmanna, menningarlífi og fréttaflutningi í þágu eigenda sinna, þjóðarinnar. Fram kom síðast í dag að fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur mests trausts allra fjölmiðla á landinu, útvarps- og sjónvarpsþættir hafa í áranna rás verið verðlaunaðir hvað eftir annað, hérlendis jafnt sem erlendis.
 Fari svo að RÚV verði ekki tryggðar fullnægjandi tekjur er sýnt að það getur ekki gegnt hlutverki sínu sem útvarp/sjónvarp í almannaþágu. Þá blasir við stórkostlegt menningarslys, og næstu kynslóðir munu álasa okkur fyrir skemmdarverk. Almannaútvarp er rekið alstaðar í nágrannalöndum okkar, sem er lítið umdeilt þar. Fámennið hér gerir að verkum að enn mikilvægara er að starfandi sé fjölmiðill sem hefur víðtækara menningarlegu hlutverki að gegna en unnt er að gera kröfu til að einkareknir miðlar sinni. Athygli vekur að þrátt fyrir fámennið er hið lögbundna útvarpsgjald sem lagt er á hvert mannsbarn hér lægra en það sem Bretum og Norðmönnum er gert að greiða til sinna almannamiðla, NRK og BBC.
 Á sama tíma og stjórn Ríkisútvarpsins sendir ákall til Alþingis um að skera ekki niður útvarpsgjald á komandi árum skora Hollvinir Ríkisútvarpsins á Alþingi að tryggja framtíð þessarar menningarstofnunar allra Íslendinga með því að halda útvarpsgjaldinu óbreyttu og láta það renna óskipt til Ríkisútvarpsins.




Samþykkt Útvarpsráðs

„Alþingi Íslendinga
Á undanförnum árum hafa framlög til Ríkisútvarpsins ítrekað verið skorin niður, mikið hefur verið hagrætt í starfseminni og dregið úr þjónustu. Síðastliðið vor létu stjórn RÚV og nýir stjórnendur félagsins gera sjálfstæða úttekt á fjármálum félagsins. Niðurstaðan var sú að félagið er yfirskuldsett og er stærstur hluti skuldanna gamlar lífeyrissjóðsskuldbindingar. Þá blasir við að tekjur duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem félagið veitir og grundvallast á útvarpslögum.
Í útvarpslögum eru skyldur lagðar á herðar Ríkisútvarpsins og þær nánar útlistaðar í þjónustusamningi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins. Til að standa undir þjónustunni er í útvarpslögum gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjald sem landsmenn og lögaðilar greiða nú. Útvarpsgjaldið er 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið hefur á undanförnum árum tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í algerlega ótengd verkefni.
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ítrekað að samræmi verði að vera milli þeirrar þjónustu sem félaginu ber að veita og þeirra tekna sem félagið fær til að standa undir þjónustunni. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er á árinu 2014. Sú upphæð dugar til að standa undir starfseminni til framtíðar. Samhliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórnendur unnið að eignasölu sem vonast er til að leysi uppsafnaðan skuldavanda félagsins.
Útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu allar mun fjölmennari. Framlag hvers Íslendings til Ríkisútvarpsins er t.d. mun lægra en þegnar Bretlands og Noregs (BBC, NRK) greiða til sinna ríkisstöðva og sambærilegt því sem þegnar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands (DR, YLE og SVT/SR) greiða til sinna ríkisstöðva.
Nú stendur til að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr niður í 17.800 kr og svo að útvarpsgjaldið lækki aftur að ári niður í 16.400 kr. Gangi þessar fyrirætlanir eftir blasir við stórfelld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi Ríkisútvarpsins með stórtækari niðurskurðaraðgerðum en áður hafa sést hjá félaginu. Augljóst má vera að sú þjónusta sem Ríkisútvarpið veitir tæki stakkaskiptum við þessa breytingu með samdrætti á öllum sviðum. Þá er ljóst að áætlanir um úrbætur á tilteknum þáttum í starfseminni eru óframkvæmanlegar en nýir stjórnendur og stjórn hafa hug á að efla þjónustu við landsbyggðina, bjarga efni í Gullkistu Ríkisútvarpsins og gera aðgengilegt þjóðinni, efla framboð á vönduðu barnaefni á íslensku, leggja aukna áherslu á innlenda framleiðslu og bæta dreifikerfið um land allt.
Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald.
Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi.“
Stjórn RÚV,
Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður. Ásthildur Sturludóttir,
Björg Eva Erlendsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson,
Guðrún Nordal, Friðrik Rafnsson,
Magnús Stefánsson, Margrét Frímannsdóttir,
Valgeir Vilhjálmsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir


Yflýsing fréttamanna án landamæra 



Freedom of information in decline for past two years in Iceland

Published on Wednesday 19 November 2014.
What with an interior ministry official seeking jail terms for two journalists in a criminal libel prosecution and major budget cuts for public TV and radio stations that the ruling coalition has accused of bias, the past two years have seen a marked decline in freedom of information in Iceland, one that began with the financial crisis in 2008.
Þórey Vilhjálmsdóttir, a political adviser to Iceland’s interior minister, is seeking two-year jail sentences for newspaper reporters Jón Bjarki Magnússon and Jóhann Páll Jóhannsson, who wrongly identified her as the source of a leak in story published on 20 June, although they issued a correction within hours. As well as quickly putting out a corrected version naming Gísli Freyr Valdórsson, another interior ministry adviser, as the source of the leak, they issued an apology in the form of a press release circulated to the media. Valdórsson, now on probation, has since been given an eight-month prison sentence for leaking information about a Nigerian asylum-seeker to several news outlets. Gísli Freyr Valdórsson has since been given an eight-month prison sentence for leaking information about a Nigerian asylum-seeker to several news outlets.
Reporters Without Borders regrets that Vilhjálmsdóttir is seeking the maximum possible libel penalty for the two journalists under criminal code articles 234 and 235 – two years in prison, damages of 3 million krónurs (19,000 euros) and legal fees of 900,000 krónurs (5800 euros) – because it would set a disastrous precedent for freedom of information in Iceland. The organization also underlines that the ministry of the interior is also in charge of human rights: Vilhjálmsdóttir should be aware of her responsibilities in the domain of press freedom.
In a letter, Reporters Without Borders calls on Vilhjálmsdóttir to soften the complaint she has brought against the two journalists, so that it is more proportionate to the actual harm to her reputation.
Iceland’s defamation laws have received a great deal of recent criticism from international bodies. Tthe European Court of Human Rights has stressed the extremely negative impact of these laws on journalists and freedom of information, and the disproportionate nature of their penalties, while a recent International Press Institute report called them obsolete. Reporters Without Borders urges Iceland’s government to amend these laws.

Meanwhile, public broadcasting under attack

Political interests have been having a negative impact on freedom of information in Iceland ever since the 2008 financial crash. Almost all of the leading media editors have had to stand down this year. The only exception is Morgunblaðið editor David Oddsson, who happens to be a former prime minister and former central bank governor.
The editor-in-chief of the broadcasting company RUV was fired along with the rest of its management in the wake of the director-general’s dismissal. 365 Media, the company that owns the biggest TV network, has reduced the number of its newsrooms and fired two of its chief editors, replacing them with the former spokeswoman for its owner’s husband, a leading figure in business circles. Several journalists left the company after the substitution.
A public broadcaster funded by a licence fee system until 2007, RUV became a state-owned compagny in 2008, its only share being held by the ministry of culture. A year later, the government assumed direct control of the source of its funding, and thereby direct control of its budget. And in the wake of this loss of structural independence, comments have been made about a lack of editorial independence. Between 2013 and 2014, the ruling right-wing coalition repeatedly criticized the treatment of the news coverage provide by RUV’s TV and radio channels, and used it as an excuse to reduce dramatically its budget. Indeed, the ruling coalition often questions the impartiality of the news coverage provide by RUV’s TV and radio channels, especially their coverage of European news. But a survey conducted by the consumer reporting agency Creditinfo found that positive and negative news reports about the European Union get equal space in RUV’s coverage.
Vigdís Hauksdóttir, a parliamentarian who is a member of the ruling coalition and chairs the budgetary committee, made typically critical comments about RUV in an August 2013 interview for Radio Bylgjan that was reported by Grapevine. “I think an unnatural amount of money goes to RUV,” she said. “Especially when they don’t do a better job at reporting the news. They are fond of a particular platform, and lean to the Left. Everyone who wants to see that can see it. I assure you this is true, and can confirm it whenever and wherever that [RUV] is very pro-EU.
Such comments clearly put pressure on RUV’s journalists. A 20 percent cut in RUV’s budget was announced in December 2013, with the resulting loss of many journalists from RUV newsrooms. The European Broadcasting Union issued a statement condemning the cut, while former RUV director-general Páll Magnússon said: “Viewers will see a difference. Our listeners will hear it. [...] Our ability to provide news to the Icelandic public will be diminished, and newscasts will be shorter and fewer.
The pressure is continuing. Foreign minister Gunnar Bragi Sveinsson criticized the way RUV portrayed him in one of its reports. In March of this year, he imposed his own conditions on RUV, refusing to give it interviews unless it sends him a copy of video before it is broadcast. In the end, he was not interviewed at all. At the same time he, too, accused it of being too pro-EU in its coverage.
As regards privately-owned media, Hauksdóttir issued a call on Facebook in February 2014 for a boycott of the newspaper Kvennablaðið after it criticized her, and she urged the cosmetics company EGF to “stop buying advertising” in Kvennablaðið. The Union of Icelandic Journalists condemned her calls as “attempts to obstruct freedom of expression.