laugardagur, 16. júlí 2016

Stóratburðir: Tyrkland og Nice í beinni

Stóratburðir dynja yfir okkur í beinni, flutningabíll tætir í sundur fólk, fólk á götunni ræðir við hermenn sem hefur verið skipað að taka yfir ákveðna staði og hús.  Þeir voru tímar sem við sáum örlagaatburði í fréttamyndum  í kvikmyndahúsum á undan bíómyndunum, eða þegar Íslendingar lásu um heimsatburðina í Skírni rúmu ári eftir að þeir höfðu gerst. 

Þótt við sjáum þetta um leið og það gerist, þá er það ekki öruggt að það sem við sjáum og er haft fyrir okkur sé hinn sögulegi Sannleikur með stórum staf. Og þó fjölmiðlaflóran hefur breytt ansi miklu.  Snjallflóran er alls staðar.  Það var skrítið að sjá  reiðan almenning stöðva skriðdreka og ræða við hermenn sem skutu upp í loftið.  Þótt almenningur gæti átt vona á dauða sínum og tala drepinna á eftir að vaxa. Þarna voru herflugvélar skriðdrekar þyrlur. Bylting er ekki leikur.  Dani sem býr í miðborg Istanbul lýsti sinni upplifun hann slapp þó lifandi.  Tyrkneskur almenningur er illur út í herinn hann hefur ekki þá stöðu sem hann hafði áður. 

Svo er spurningin hvort að Erdogan sé að nota tækifærið að losa sig við þá sem hafa hindrað hann í einræðistilburðum sínum . Og sá sem yfirvöld telja standa á bak við kúppið er gamall vinur Erdogans sem fékk nóg af spillingunni í kringum Erdogan.  Svo það er leitt ef þetta verður til þess að styrkja einræðið í Tyrklandi. Evrópuþjóðir hafa látið Erdogan komast allt of langt í svo mörgu. Fær hann enn sterkari stöðu eða sér hann að sér þegar það er almenningr sem hefur ef til vill bjargað honum? 

Við eigum oftar að hugsa um það hvað við lifum í góðu umhverfi á Íslandi.  Og hafa það í huga hvert við erum að fara í fríum og ferðalögum.




Erdogan fyrer flere end 2700 dommere efter kupforsøg
Tyrkiske myndigheder har fjernet 2745 dommere fra deres hverv efter kupforsøget mod præsident Erdogan.





Mynd: Dr.dk