Þegar öll nótt var úti þá kom hann skeiðandi inn í borgina, með tvo til reiðar, bjargvætturin eina
sanna, eftir að Óskar verktakavinur lagði á flótta.
Guðni útilokar ekki framboð í Reykjavík
Eflaust mun Guðni ekki standast mátið, enda finnst honum gaman innan um fjölmenni, með SS pylsu í annarri og einn sterkan í hinni. Hann mun sveima um bari bæjarins taka menn tali á sinn þjóðlega hátt og atkvæðin munu safnast í stóra hrauka. Eins og þau hafa gert suður á Kanarí seinustu áratugi. Ekki væri verra ef hann svifi um með mágkonu sína sér við hlið, Vígdísi Hauksdóttur. Þá væri x B kominn með minnst þrjá borgarfulltrúa. Og Guðni settist í borgarstjórastólinn lítillátur að vanda og fengi sér brauðsneið úr íslensku méli með íslenskt smér ofan á. Heiðursgestur borgarstjórnar yrði að sjálfsögðu Jón Bjarnason, Snæfellingurinn góðglaði.
Þá verða engar utanferðir hinar stærri á hans tíma !!! Og vopnaðar víkingasveitir munu halda uppi lög og reglu í 101. Þá verður margur stoltur að búa í Reykjavík.