laugardagur, 30. apríl 2016

Lof sé Davíð konungi aka dj Bubba kóngi

Mörg okkar muna þá tíma þegar lofsöngvar voru sungnir um merkasta forsætisráðherra lýðveldisins.  Maðurinm sem færði okkur inn i nútímann,endanlega skapaði frjálsa verslun og lifandi markað á þessu skeri norður í Ballarhafi.  Þetta hefði allt verið satt og rétt hjá stuðningsmönnum hans fyrir nokkrum árum.  Og hirðskáld og trúður Daviðs konungs var auðvitað
Ætli hér sé spilaður Bourgeois blues?
leiðari hinnar frjálsu bláu handar Hannes Hólmsteinn Gizurarson.  Samdi lofgjörðir um kvalara sinn á milli þess sem hann skrapp til Brasilíu og flutti ræður um hugmyndasmið sinn Hayek á milli þess sem hann stundaði áhugamál sín.  


Þetta kom upp í hugann þegar 4 síðna lofgjörð var borin inn á hvert heimili í landinu.  Litmyndir í stíl Norður-Kóreu, vantar bara orðurnar.  Allt gert til að minna okkur á að 25 ár eru liðin síðan Bubbi kóngur var leiddur inn á landsmálasviðið í boði Jóns Baldvins.  Það er gott að minnast eins besta gjörnings okkar í sögu lýðveldisins með einni myndinni, viðurkenningu á Eystrasaltsríkjunum,  Davíð er ansi utangátta á þessari mynd, það er Jón sem er sigurvegari dagsins, sem átti eftir að verða hans stærsti dagur í stjórnmálum.  Við mörg gleymum ekki þætti hans í innrás Frjálshyggjunnar og minnumst hans helst fyrir hluti sem tengjast ekki stjórnmálum.  

En áfram með Davíð, ljóminn sem stafaði af ásýnd hans, geislabaugur um hárlubba, hvarf með árunum, nýfrjálshyggjubláudraumar hans, innspíreraðir af Bushum, Thatcherum, Friedmönnum og Hayekum snerust upp í martröð og endalok hans í Seðlabankanum hljóta að valda margri martröð hjá honum.  Þjónusta og þjónslund hans við Útgerðarauðvaldið bætti ekki um betur eftir að hann varð ritstjóri Morgunblaðsins. Þúsundir tryggra áskrifenda létu sig hverfa og munu ekki snúa aftur fyrr en hann sest niður þreyttur maður að skrifa ævisögu sína á milli þess sem hann þeytir skífur á diskógeimum í Valhöll.  

Þvi valda greinaskrif sem þessi almennum hlátri hjá stórum hluta þjóðarinnar, að elta spilltustu þjóð veraldar. Þar sem Kim il Sung og eftirkomendur hans halda áfram að pína og heilaþvó einangraða þjóð, er grátlegt og er ein hliðin í viðbót á siðspillingu íslenskrar valdastéttar.  Að Aflandseyjamenning skuli vera endapunkturinn á ímynd hans 25 árum seinna er táknrænt.  Hún er hugmyndin um að peningar séu allt og þeir sem eiga þá eigi að leika sér með það meðan þeir nenna og fela þá síðan í Aflöndum gegn versta óvini sínum ríkinu/skattman og fólkinu.  

Screen Shot 2016-04-30 at 08.36.32