föstudagur, 30. ágúst 2013

ESB : Æ, mér er illt

Enn á ný opinberast hvernig ríkisstjórnin ætlar að hunsa meirihluta þjóðarinnar.  Eftir nokkurra ára ferli finnst fleiri að það eigi að klára viðræðurnar svo við sjáum hvað okkur býðst. Það væri ansi gott að sjá samning þar sem maður getur sagt já eða nei.

Þá getum við séð hvað það er sem fáum eða ekki.  Ég er jákvæður sem Evrópusinni en um leið kýs ég ekki hvaða samning sem er.  Hann verður að vera góður.  EF hann verður góður fáum við jafnari lífskjör og meiri festu í grundvallarmálum okkar.   Þar eigum við að bera okkur saman við Norður og Vestur -Evrópuþjóðir sem hafa líkari þjóðfélagsbyggingu en Suður og Austur- Evrópa.  Við höfum svo margt að vinna  með því að ná meiri tengingu en í dag.  Það er ansi margt sem er í ólagi hjá okkur.  Reglufesta, seinustu daga hafa komið dæmi um það hversu fyrirtækjum finnst allt í lagi að hafa ótryggða bílaleigubíla, ótryggða flutningabíla og rútur, fyrirtæki sem borgar ekki skatta og þykir sjálfsagt og eðlilegt að hafa fólk á svörtu.  Við þurfum betra samfélag.  Ekki þetta þegar smámál verða að risamálum eins og Hofsvallagötuævintýrið.  Ekki flugvallarmálið þegar menn neita að ræða það sem skiptir máli.  Hvað gerist í kringum okkur næstu hundrað árin hækkar sjór fer allt á kafa, þurfum við nokkuð að ræða það? Skipta umhverfismál einhverju?   

Við erum svo ginkeypt fyrir rugli.  Og stjórnmálamenn spila okkur upp í það.  Þeir sem vilja halda loforð og samninga eru fífl eins og dæmin sanna.  Í seinustu ríkisstjórn þá var gerður samningur um ESB viðræður og meiri hluti  VG hélt það sem var skrifað undir, hinn hlutinn reyndi að skemma tefja og eyðileggja.  Þeir fá ekki á baukinn fyri það.  Þeim er hampað af stærsta dagblaði landsins.  Það eru þeir sem efndu heit sín sem eru látnir gjalda fyrir það.  Svona erum við, svo tekur við ný stjórn og strax á að svíkja það sem var lofað.  xD gleymir öllu hinir eru í vanda fyrir loforð.  Niðurstaðan verður líklega gleymska þjóðarinnar. Eða ný hrunbylgja. Við verðum að taka okkur á við gerum það ekki með eylandsmennsku af verstu tegund. 

Æ, mér er illt.  



Og það haustar