mánudagur, 1. september 2014

Stefán Eiríksson:Góður drengur

Stefán Eiríksson færir sig um set, við sem fylgjumst með fréttum, stjórnmálum og þjóðmálum, vitum af hverju.   Hann tekur við starfi hjá Reykjavíkurborg og mér skilst að vel hafi verið tekið á móti honum í morgun.  

Ég hafði sjálfur alltaf blendnar tilfinningar til Lögreglustjórans fyrrverandi, kannski út af fordómum í garð lögreglu, vinstri menn fengu oft að kenna á hægri slagsíðu lögreglunnar á tímum Víetnammótmæla, Keflavíkurgangna og Kaldastríðs. Svo var auglýsingakeimur af honum eftir að hann tók þar til starfa. Þessi lágvaxni maður sem þóttist vera eitthvað úti á götum borgarinnnar!!!

En nú kveð ég Stefán mjög sáttur úr lögreglunni.  Hann sýndi einstaka hetjulund, frekar að láta sig hverfa af vettvangi lögreglunnar en að láta siðspilltan ráðherra og þingmann beita sig ofríki sem yfirmaður. 

Hann sýndi sig sem góðan dreng.  Sem var hið mesta hrós í Íslendingasögum okkar.  Gangi honum vel í nýja starfinu.