sunnudagur, 11. október 2015

Svetlana Alexievich: Að víkka út heiminn


Við bókaáhugafólk bíðum spennt á haustin þegar Nóbelsverðlaunin eru tilkynnt.  Sumum finnst lítið koma til verðlauna enda vitum við að þau eru huglægt mat nokkurra manna, oftast með karla í meirihluta.  En samt er það nú þannig að verðlaunin í bókmenntum ná til fleiri en flest hin verðlaunin þar sem um þrengri hóp sérfræðinga er að ræða (hér eru örugglega margir ósammála mér)  það eru helst friðarverðlaunin sem veitt eru í Osló en ekki Stokkhólmi eins og öll hin.  Það má hins vegar segja um Friðarverðlaunin að úthlutunarnefndin þar hefur með slæmum vinnubrögðum og niðurstöðum varpað fyrir róða trúverðugleika sínum.  


Bókmenntaverðlaunin í ár hafa ekki valdið neinum óróa, held ég megi segja.  En verðlaunin hlaut Svetlana Alexievich, sem hefur víkkað út bókmenntaveröldina með nýstárlegum aðferðum að blanda saman aðferðum munnlegrar sagnfræði og skáldskap.  Hún tekur viðtöl við ótal manns, oftast eru það konur og notar nokkurs konar klippiaðferð til að lýsa veruleikanum í sínum heimshluta, Austur-Evrópu.

Svona orðar Nóbelsnefndin verðlaunaveitingu sína, hér er rætt um margradda skrif og minnisvarði um þjáningur og hugrekki vorra tíma:

The Nobel Prize in Literature for 2015 is awarded to the Belarusian author Svetlana Alexievich "for her polyphonic writings, a monument to suffering and courage in our time".

Bækurnar sem hún byggir skoðun sína á eru: 
Černobyl'skaja molitva (1997; Voices from Chernobyl – Chronicle of the Future, 1999). Cinkovye mal'čiki(1990; Zinky Boys Soviet voices from a forgotten war, 1992) is a portrayal of the Soviet Union's war in Afghanistan 1979–89, and her work Vremja second chènd (2013; "Second-hand Time: The Demise of the Red (Wo)man") is the latest in "Voices of Utopia". Another early book that also belongs in this lifelong project is Poslednie svideteli (1985; "Last witnesses").

Bækur sem hafa komið út á sænsku eru: 

Bön för Tjernobyl : en framtidskrönika / översättning av Hans Björkegren ; förord av Stig Hansén & Clas Thor. – Stockholm : Ordfront, 1997. – Originalets titel: Černobyl'skaja molitva
Förförda av döden : ryska reportage / urval och intervju av Stig Hansén & Clas Thor ; översättning av Stefan Lindgren. – Stockholm : Ordfront, 1998.
Kriget har inget kvinnligt ansikte : en utopis röster / översättning av Kajsa Öberg Lindsten. – Stockholm : Ersatz, 2012. – Originalets titel: U vojny ne ženskoe lico
Tiden second hand : slutet för den röda människan / översättning av Kajsa Öberg Lindsten. – Stockholm : Ersatz, 2013. – Originalets titel: Vremja second chènd
Bön för Tjernobyl : krönika över framtiden / översättning av Hans Björkegren. – Stockholm : Ersatz, 2013. – Originalets titel: Černobyl'skaja molitva
Zinkpojkar : Utopins röster / översättning av Hans Björkegren. – Stockholm : Ersatz, 2014. – Originalets titel: Cinkovye mal'čiki
De sista vittnena : solo för barnröst / översättning av Kajsa Öberg Lindsten. – Stockholm : Ersatz, 2015. – Originalets titel: Poslednie svideteli

 Og á ensku: 

War's Unwomanly Face / translated by Keith Hammond and Lyudmila Lezhneva. – Moscow : Progress Publishers, 1988. – Translation of U vojny ne ženskoe lico
Zinky Boys : Soviet Voices from a Forgotten War / translated by Julia and Robin Whitby. – London : Chatto & Windus, 1992. – Translation of Cinkovye mal'čiki
Zinky Boys : Soviet Voices from the Afghanistan War / translated by Julia and Robin Whitby ; introduction by Larry Heinemann. – New York : W.W. Norton & Co., 1992.– Translation of Cinkovye mal'čiki
Voices from Chernobyl : Chronicle of the Future / translated by Antonina W. Bouis. – London : Aurum Press, 1999. – Translation of Černobyl'skaja molitva
Voices from Chernobyl : the Oral History of a Nuclear Disaster / translation and preface by Keith Gessen. – Normal : Dalkey Archive Press, 2005. – Translation of Černobyl'skaja molitva

Ég hef aldrei nálgast þessa skáldkonu þó ég hafi heyrt nafn hennar.  Það er svo með bókmenntaverðlaunin að oftast er verið að verðlauna mikilhæfa höfunda fyrir lífsstarfið sitt eða að kynna fyrir okkur höfunda sem hafa ekki náð eyrum okkar vegna þess að verk þeirra hafa ekki verið þýdd og tungumálin á jörðinni eru ansi mörg og alls staðar er til þessi frumþörf sköpunar. Mikið vorum við upp með okkur þegar okkar maður Halldór Laxness fékk verðlaunin fyrir hálfri öld.  Þótt karpað væri um það sem oft verður.   Ég hef fengið margar innspýtingar í andans veröld með því að lesa þá höfunda sem hafa verið verðlaunaðir, get ég nefnt þar portúgalski snillingurinn Saramagos eða kínverski meistarinn Gao Xingjian sem ekki hefur verið þýddur á íslensku.  Bækur hans Fjall andanna og Biblía einsamrar manneskju kveiktu í mér á sínum tíma.  Fyrir nokkrum áratugum var það Isaac Bashevis Singer, gyðingurinn víðfrægi, en ég bjó í Svíþjóð þegar hann fékk verðlaunin, og hitti hann þá í bókabúð þar sem hann áritaði bækur háaldraður.  Það var merkilegt að hitta hann.  Hjörtur Pálsson þýddi nokkrar bækur hans ef ég man rétt.

Svo nú hef ég tækifæri til að lesa nýjan meistara Svetlönu, ég er búinn að fá eina bók inn á heimilið. Rafbækurnar berast fljótar heim til manns en prentbækurnar gerðu áður fyrr.  Ekki sakar að hún kemur við kaunin á valdamönnum, hefur þurft að dveljast erlendist öðru hverju út af skrifum sínum.  Hún er beittur penni, berst gegn óréttlæti og stríðsátökum.  Svo við á þessu heimili eigum veislu framundan.