laugardagur, 3. október 2015

Varaformennska og drottningarviðtöl

Það þykir merkilegt að bjóða sig fram sem varaformann Sjálfstæðisflokksins. Blaðamannafundur við glæsivillu innanríkisráðherrans, innskot í miðjan útvarpsþátt (þar sem Kári S. talaði um Sflokkinn sem Jaðarflokk sbr. Fræg ummæli Forsætisráðherra fyrir skömmu). Það verður merkilegt að sjá hvernig RUV meðhöndlar jafnræðisreglu, þegar fleiri  flokkar skipt um varaformenn.

Að vísu er drama vel þegið, sjúkdómar eru velkomnir af blöðum eins og dæmin sanna ( svo maður sé kaldhæðinn), og útlit og framsetning skiptir töluverðu máli!  Enþað er merkilegt hversu Sflokkurinn er alltaf fremstur í fjölmiðlum þótt það sé alltaf litið á málin að það sé vinstri elítan sem eigi þar allt.

Ég bíð spenntur eftir drottningarviðtali við Björn Val og útilegumannakynningu á varaformanni Alþýðufylkingarinnar, Tryggva Hansen, það er svo margt gott fjölmiðlaefni sem hægt er að leika sér með.
Við horfum á stjórnmálamenn og aðstoðarmenn þeirra fuðra upp í græðgislogum, en það eru alltaf nýir handan við hornið sem vilja fórna öllu fyrir völd og mátt. Náttúra Íslands hverfur þá í gleymskuhafið. Virkjun er einnar messu virði. Ráðherrastóll fæst ekki ókeypis í Epal.