sunnudagur, 8. desember 2013

Bjarni Ben, bananar og fátækt fólk


Já við þurfum að fá fé í Heilbrigðiskerfið, við erum öll sammála um það,  og hvaðan á féð að  koma að mati Ríkisstjórnar xD og xB . Hvar er það sem auðveldast er að nálgast fjármagn???  Jú,það er rétt, það er í Þróunarhjálp, vaxtabótum og barnabótum.  Að lækka hámarks vaxta og barnabætur.  Það væri gaman að sjá hverjir eiga þar í hlut?  Eru það sægreifarnir ?  Er það millistéttin umtalaða? Það skyldi þó ekki vera atvinnuleysingjar og lágtekjufólk.
 
 
Auðvitað er fólk sem fær þróunarhjálp langtum betur statt en við, við þurfum ekki að láta meira af hendi rakna til þeirra. Fer þetta ekki allt í óráðsíu?  Eru þessir brunnar, skólar og sjúkraskýli sem við höfum staðið fyrir uppbyggingu á í samvinnu með þarlenda ekki bara ímyndun ein, Stefán Jón var aldrei í Afríku,  við vitum það öll.  Hann var bara í Svíþjóð og borðaði jólaskinku  og rauðkál.   

Já lesendur góður það er þessi málaflokkur sem við þurfum að skera utan af með framsóknarkorðanum hennar Vigdísar:

Þróunarhjálp

Vaxtabætur og barnabætur

„Það hefur í fjárlagafrumvarpinu ekki verið gengið út frá neinum skerðingum á vaxta og barnabótum, en hins vegar er í umræðu núna í nefndinni að það komi til álita að lækka hámarks vaxta- og barnabætur til þess að skapa um 600 milljóna króna svigrúm fyrir forgang heilbrigðisþjónustunnar.“ segir Bjarni Ben af sinni alkunnu skarpskyggni. Það er ekki rætt  um  álögur á þá sem eru með vasana fulla af fé.  Slíkt fólk er til á Íslandi jafnvel margir.  Og forsætis- og fjármálaráðherrann þekkja marga og tala við þá oft í viku.  Þeir eru vinir þeirra og tilheyra þeirra hópi.  Maður er alltaf góður við vini sína.  Vigdís og Guðlaugur  Þór og Ásmundur Einar eiga
 
enga vini suður í Afríku þess vegna er allt í lagi að skera krónurnar til þeirra niður í  ekki neitt.  Þeir þurfa bara eta banana og búa blikkskýli eins og Gösta Bohman formaður sænskra íhaldsmanna sagði fyrir nokkrum áratugum. "De kan ju bo i plåtskjul och äta bananer."

Er það furða þó manni verði flökurt.  Hvers konar fólk kemst til valda á Alþingi?