Skrýtið frumvarp: Sumt ekki svo galið, eins og lækkun meðalskattbyrði, líka að skatta fjarmagnsgeymslurnar miklu, en er þetta ekki fólkið sem á að semja við seinna til að fá milljarðana hans Sigmundar Davíðs?, kannski er sniðugt að hóta þeim svona smá, ef ekkert gerist á næsta ári er hægt að hækka skattinn meir og meir og svo framvegis.
En svo er eins og slái útí fyrir þeim að öllu leyti. Listir og menning eiga alltaf undir högg að sækja hjá hægriöfgastjórnum, margt smátt skorið niður. sumt stórt eins og kvikmyndageirinn. Umhverfið er eitur í beinum íhaldsins, og þar er ýmislegt hressilega skorið niður.
Svo er ýmsu sleppt eða frestað eða dregið til baka. Margt í hjúkrunargeiranum, þar hélt maður að það yrði sett eitthvað inn í samræmi við loforð framsóknar, sérstaklega þegar xD á stóran hóp stuðningsmanna í hópi lækna, kannski fá þeir aftur að hafa stofur út í bæ...... En líklega ætlar framsókn að setja landsmet seinustu 100 ára í kosningaloforðum sem voru svikin. Og 1200 kallinn, þó hann sé ekki mikill í sjálfu sér, þá kemur hann illa við láglaunafólk og langlegusjúklinga í lægsta tekjuhópnum, en versta við þetta er að þarna er sett fordæmi fyrir seinni stjórnir, ný glufa opnuð, sem erfitt er að loka, auðveldara að opna upp á gátt. Við sjáum til.
Hér er ýmislegt talið upp í mbl.is til lækkunar: Ég var búinn að nefna Kvikmyndasjóðinn en athygli vekur gríðarmikil lækkun rannsóknarsjóða Rannís, og aldrei dettur íhaldinu að hækka fjármagn til smáfyrirtækja þar sem töluverðar rannsóknir eru líka á borðinu, þar hefur verið burðarás atvinnulífsins seinustu árin. Og þjóðgarðar eru eitur, Vatnajökulsþjóðgarður sem á eftir að verða burðarás ferðaþjónustunnar fær 4 ára seinkun nú.
Stórframkvæmdir eru varla til, eitthvað smá talað um álversígildi, hugsið ykkur álversígildi, sem Árni Finnsson hefur talað um á Fésinu. Hin frægu hjól atvinnulífsins virðast hægja og hægja og hægja á sér. Loks hafa herrarnir áttað sig á því að hvergi í okkar heimshluta er fjármagn sem bíður annarra herra sem geta ávaxtað það í atvinnumennsku. Það er stöðvun víða, fiskverð getur lækkað enn meira, álverðið hoppar ekki upp í loftið.
En eitt gott, þróunaraðstoð verður ekki lækkuð, við sjáum nú hvað Vigdís segir.......
Ég segi nú eins og Elín Björg, formaður BSRB, verra gat það verið:
„Ríkisstjórnin var kosin út á stór og mikil loforð en lítið af þeim sjást í frumvarpinu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB. Hún segir að við fyrsta lestur boði fjárlagafrumvarpið ekki eins miklar breytingar eins og margir áttu ef til vill von á.
en það er ansi margt smátt sem er mulið niður sem einstakir hópar eiga eftir að verða fyrir. Og þetta er ansi sorglegt að þjóðin kjósi þessa óhamingju yfir sig þegar farið var að birta upp, stjórn sem hugsaði um menningu listir, umhverfi og byggðamál í samræmi við aðra þætti var hrakin frá til að fá skýjaglópa til valda.
En við ætlum að syngja Sverri Stormsker næstu dagana og kötturinn tekur undir. Horfðu á björtu hliðarnar.