Nú eru öll vandamál úr sögunni, meirihluti hins háa Alþingis skikkar starfsmenn hins opinbera í vinnu aftur. Meira að segja suma sem voru ekki í verkfalli. Allir eiga að una glaðir við sitt, starfsfólk sjúkrahúsa að vinna upp óhugnanlegar tafir á meðferð á fólki með lífshættulega
sjúkdóma. Öll eiga þau að una lögum ríkisstjórnar sem hefur neitað þeim um lagbundinn samningsrétt.Neitað að tala af viti við þau mánuðum saman. En.... Geta ráðherrar farið og sólað sig eftir þennan ofbeldissigur valdsins. Þungt hljôð er í mörgum, uppsagnir væntanlegar, og það sem verra er, margir hugsa sér til hreyfings.
Framtíðin hulin svifryki frestana, á morgun segja þeir, valdsmennirnir. Spunadoktorarnir spinna eitthvað mergjað. Eitt gleymist þó, mannshjartað það vantar svo tilfinningu fyrir manneskjunni, hún þrífst ekki bara á krónum.
Hrunið,það kemur eftir mína ævidaga. La Deluge.
sjúkdóma. Öll eiga þau að una lögum ríkisstjórnar sem hefur neitað þeim um lagbundinn samningsrétt.Neitað að tala af viti við þau mánuðum saman. En.... Geta ráðherrar farið og sólað sig eftir þennan ofbeldissigur valdsins. Þungt hljôð er í mörgum, uppsagnir væntanlegar, og það sem verra er, margir hugsa sér til hreyfings.
Framtíðin hulin svifryki frestana, á morgun segja þeir, valdsmennirnir. Spunadoktorarnir spinna eitthvað mergjað. Eitt gleymist þó, mannshjartað það vantar svo tilfinningu fyrir manneskjunni, hún þrífst ekki bara á krónum.
Hrunið,það kemur eftir mína ævidaga. La Deluge.
Sagði kóngurinn. Og Drottningin sagði : Af með höfuðin.