þriðjudagur, 24. maí 2016

Álitsgjafar og Vitaverðir

Að vera álitsgjafi ( þetta skrítna orð) en samt eitthvað sem ég ber virðingu, fyrir ef það er notað í þeirri merkingu sem ég vil. 
Við þurfum á þeim að halda sem kryfja og segja sannleikann um okkar tíma.  Það er svo margt sem vekur óhug, það er erfitt að rísa upp á morgnana og lesa um eða horfa á seinustu
hörmungar heimsins eða nýjustu axarsköft ráðamanna.

Stríðin fyrir botni Miðjarðarhafs, dekur okkar við harðstjóra víða um heim, Kína, Rússland, Tyrkland, Sýrland.  Uppgangur hálffasískra afla í Evrópu (ég segi hálf því að enn hafa þau ekki getað stjórnað leikreglunum þótt oft sé stutt í það).Skuggi þeirra verður á dimmari og skyggir á sól lýðræðis. 

Svo kemur það sem er ískyggilegast fyrir okkur, það er leið okkar sjálfra inn í spillingarríki sem stundum hafa verið kennd við banana.  Dæmin eru svo mörg að endalaus eru.  Svo við
hugsum bara um það sem hefur dunið yfir okkur seinustu daga.  Endurkoma siðlauss fyrrum forsætisráðherra, viðbrögðin við því (við búum í lýðræðisþjóðfélagi hann hefur rétt á því að bjóða sig fram), Framboð Davíðs í forsetakjör  sem á að mati mínu ekkert erindi á Bessastaði.


Einn af mínum uppáhalds álitsgjöfum er rithöfundurinn Auður Jónsdóttir, sem kemur frá sér skoðunum sínum um ógnartíma vorra daga svo skorinort án þess að skrumskæla veruleikann sem tíðkast nú til dags. Í Kjarnanum í dag er góður pistill. Hvert stefnir Ísland í dag.  

Hún lýsir ástandinu í dag, spurningin um lýðræðið, hvort græðgisöflin ætli að ganga af því dauðu. Hún er svo einlæg, hrein og bein.  Álitsgjafar mínir þurfa ekki allir að vera eins, fjölbreytnin gefur þeim lit og ljós. Þeir eru vitaverðir sem lýsa upp depurðina. Ég get nefnt Björn Þorláksson, Indriða Þorláksson, Láru Hönnu, Guðmund Andra, Arngrím Vídalín, Illuga Jökuls.  Þeir þau eru langtum fleiri en þessi duga í bili.  Minnið farið að gefa sig hjá sjötugum kalli! 

Já, ég var að tala um Auði Jónsdóttur, hún talar um lýðræðið og fólkið. Sem geta ekki án hvors annars verið: 

Það er fólkið sem blæs anda í lýð­ræð­ið. Spurn­ingin er ekki hvort lýð­ræðið eigi að snú­ast um rétt okkar eða hvort við ætlum að fórna okkur fyrir það heldur um sam­spil lýð­ræðis og íbúa. Lýð­ræðið á að virka í þágu íbú­anna og til þess að lýð­ræðið geri það verða íbú­arnir að starfa í þágu þess. Því lýð­ræðið er eins og líf­vera. Það lifir við ákveðnar aðstæður og deyr við aðr­ar. En það krefst þess að við hlúum að því, rann­sökum það og gagn­rýnum ósmeyk á upp­byggi­legan hátt, skiljum það, virðum það og virðum sjálf okk­ur. Það krefst þess að íbúum í lýð­ræð­is­ríki finn­ist þeir búa við sann­girni og mann­úð­legt reglu­verk, gagn­sæi, upp­lýs­inga­flæði og ákveðna innri lógík. Þannig fún­kerar lýð­ræði. En þannig er staða mála ekki á Íslandi í dag. 
Já, hvert stefnir Ísland – í frjóum jarð­vegi popúl­isma og botn­lausri græðgi þeirra sem hafa eignað sér megnið af auði lands­ins?
Þetta er stór spurning hvert stefnum við?  Hún telur upp hugmyndir ráðamanna og fylgjenda þeirra um lýðræði.  Það er jafnvel of dapurleg lýsing í minn huga.  En .... það þýðir ekki að



Og hverjar eru hug­myndir rík­is­stjórn­ar­innar um lýð­ræð­i? 
Þar situr fólk sem hefur hlaup­ist undan alvar­legum skandölum af harðsvír­uðu skeyt­inga­leysi ­með þeim orðum að það hafi lýð­ræð­is­legt umboð til að stjórna land­in­u. 
Fólk sem fagnar for­seta­fram­boði Dav­íðs Odds­son­ar, líkt og dýr­keypt afglöp hans hafi ein­ungis verið ímyndun almenn­ings. 
Fólk sem horfði upp á fyrrum höfuð rík­is­stjórn­ar­innar gera sig og um leið þjóð­ina að athlægi út um allan heim en heldur áfram að frið­þægja SDG og gerðir hans og styðja hann til frek­ari verka á þing­inu – því það sé lýð­ræð­is­legur réttur hans. 
Fólk sem tal­aði með dóna­legum skæt­ingi við fjöl­miðla­fólk eftir eina fárán­leg­ustu atburða­rás í stjórn­málum Norð­ur­-­Evr­ópu (og þótt víðar væri leit­að) síð­ustu fimm­tíu árin eða svo. 
Fólk sem lofar kosn­ingum eftir ævin­týra­lega skraut­legt fárán­leika­leik­rit en byrjar strax dag­inn eftir að teygja lopann með óræðu tali – og minnir enn og aftur á þau rök að það sitji í lýð­ræð­is­legu umboði þjóð­ar­inn­ar. 
Fólk sem treður mar­vað­ann í skugga­legum við­skiptum sem hafa jafn­vel ein­hver lagst þungt á þjóð­ar­bú­ið. 
Fólk sem teng­ist aflands­fé­lög­um, þess­ari und­ar­legu pen­inga­blóðsugu sem hefur sogið mátt­inn úr hag­kerfi Íslands, en lætur samt  eins og það ætli að skera upp herör gegn þeim. 
Fólk sem er frá unga aldri búið að þjóna blint í þeim tveimur stjórn­mála­flokkum sem bera óum­deil­an­lega ábyrgð á hruni efna­hags íslensku þjóð­ar­innar sem sér ennþá ekki fyrir end­ann á, sama hverju hver vill klína á hina svo­nefndu vinstri­st­jórn – sem gár­ung­arnir köll­uðu Soffíu frænku. 
Fólk sem ríg­heldur í umboð síð­ustu kosn­inga með þeim orðum að tutt­ugu og tvö þús­und manns sem mót­mæli við Aust­ur­völl séu ekki þjóð­in. 
Fólk sem þegir þegar flokks­fé­lagar þess daðra við ras­isma og hat­urs­orð­ræðu.
Fólk sem hefur notað sitt lýð­ræð­is­lega umboð til að veikja Rík­is­út­varpið af því að það þolir ekki gagn­rýna umræð­u.