þriðjudagur, 8. nóvember 2016

Við viljum ábyrga róttæka stjórn!

Katrín Jakobs á að mynda nýja stjórn annað er ekki í kortunum.
Annars hélt ég að það væri Birgitta sem hefði lýst því yfir að hún ætlaði styðja Minnihlutastjórn Katrínar Og ekki að fara í stjórn. Hvar hefur Katrín lýst því yfir að hún vilji ekki fara í stjórn með Pírötum fyrir hönd VG? Er Jón Steinsson  einhver sér fræðingur í innanbúðarmálum flokka á Íslandi? Er Smári að segja rétt frá?  Er þetta ekki píslarvætti Píratanna og viðbrögð loks við kosninga tapinu?

Katrín á að mynda stjórn..... Og Píratar eiga að taka ábyrgð og vera með !!


Jón Steinsson undrast útilokun Pírata - Sjálfsmorð að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum

Persónuleg reynsla hagfræðingsins af starfi við Pírata er góð




„Mín persónulega reynsla af samskiptum við Pírata hefur verið afskaplega góð sérstaklega varðandi sjávarútvegsmálin en einnig önnur mál,“ segir hagfræðingurinn Jón Steinsson í pistli á Facebook-síðu sinni. Hann undrast það mjög að Viðreisn, Björt Framtíð og Vinstri grænir virðast veigra sér við að fara í samstarf með Pírötum og myndi umbótastjórn með stuðningi Samfylkingarinnar. Sérstaklega í ljósi þess að Píratar hafa gefið eftir alla ráðherrastóla. 
„Er ekki á það reynandi að unnt sé að vinna með Pírötum? Málefnasamhljómur virðist vera ansi miklu meiri á meðal CAV+PS en öðrum kostum í stöðunni,“ segir Jón. Þá segir hann að það hljóti annars að teljast pólitískt sjálfsmorð að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Undanfarið hafa ýmsir fjölmiðlar greint frá því að þreifingar væru meðal ákveðins hóps innan VG um að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í grein sem birtist í morgun á DV voru slíkar hugmyndir strikaðar út af borðinu. Þar ítrekaði Katrín Jakobsdóttir þann vilja sinn að mynda stjórn til vinstri og aðrir flokksmenn kepptust við að gera lítið úr þessum valkosti. Eina sem gæti breytt afstöðunni væri langvarandi stjórnarkreppa sem myndi neyða Vinstri Græna til þess að íhuga aðra kosti.

Harmar að aðrir flokkar afskrifi Pírata

„Ýmsum virðist meira umhugsað að afskrifa Pírata en að ræða við okkur. Það er leiðinlegt því okkur langar að eiga uppbyggilega samtöl við alla,“ segir Smári McCarthy í athugasemd við pistil Jóns. Hann ítrekar síðan þá möntru Pírata að flokkurinn muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum:
„Það er ekki í boði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn tekið til hjá sér eftir spillingarmálin sem komu upp á síðasta kjörtímabili. Þess vegna lofuðum við kjósendum okkar að við myndum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Hitt er annað mál, að hugsanlega geta Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn náð samhljóm í ýmsum málum, sem snúa að borgararéttindum og einstaklingsfrelsi, og hugsanlega jafnvel því sem snýr að gagnsæi stjórnkerfisins og ábyrgð stjórnmálamanna ─ með það fyrir augum að auka tiltrú almennings á Alþingi,“ segir Smári.