ekki, hann gerir það aldrei, þessi öðlingur.
Benediktsvika hins heilaga, í fyrrakvöld var það Jeppi á Fjalli, í kvöld sáum við Hross í oss, eina af allra bestu myndum íslenskum fyrr og síðar.
Mynd fyrir framsóknarmenn og okkur hin. Hefur allt sem slík mynd hefur upp á að bjóða:
Ástir, hesta, landslag, groddaskap, greddu, losta, jeppa, dráttarvélar, gaddavír, sjónauka,jarðafarir, brennivín,vodka og svaðilfarir.
Myndatakan er ótrúleg, hef sjaldan upplifað annað eins. Bergsteinn hefur oft gert vel en varla eins og þetta.
Leikararnir til sóma, Charlotte þó best, hestarnir þó betro, oft á maður bágt með að skilja samsetningu atriðanna. Þvílíkt listfengi á ferð. Hugmyndaauðgi, listfengi.
Lofgjörð um lífsneistann, ástina, mannlíf og hestalíf í öllum sínum ófullkomleika.
Meira bið ég ekki um. Drífið ykkur í bíó, tökum okkur á, höngum ekki heima.
fimmtudagur, 17. október 2013
Jeppí á Fjalli: Hvers vegna drekkur hann???
Mikið er nú brennivínið gott. Mikill bölvaldur er nú brennivínið. Ótrúlegt hversu margir verða að þjást vegna brennivínsins. Hvers vegna drekkur Jeppi????
Við fórum í gærkvöldi og sáum Jeppa á Fjalli, þvílík unun þvílík dásemd. Það er margt sem gerir þessa sýningu svo dásamlega.
Leikstjórn Benedikts og svið Grétars, búningar Agnieszka Baranowska
Leikur: Að hafa svona stórleikara eins og Ingvar Sigurðarson, sem hefur allt á valdi sínu, látbragð, líkamsburði,tjáningu, söng, tengsl við áhorfendur, Allir að skila sínu með honum Ilmur, Bergþór (af hverju er hann ekki nefndur í skránni), Bergur og Arnmundur Ernst (dýrlegir skemmtanastjórar andskotans), Arnar Dan, Hljómsveitin öll, þar sem sveiflast er á milli hljóðfæra eins og að drekka mysu, og þau bregða sér í leikhlutverk eins og smér.Stefán, Björn og Unnur Birna.
Þýðing, tónlist, textar: Texti sýningarinnar er óborganlegur, fyndinn, dónalegur, algjör skepnuskapur! Lögin og flutningurinn falla saman eins og flís við rass. Það er óborganlegt að hafa Bergþór í söngnum. Drykkjusöngur Ingvar með harmoníkuna er ógleymanlegur svo og sorgarsöngur Ilmar. Útsetningarnar fjölbreytilegar og hæfa í hvert sinn. Bragi Valdimar og Magnús Þór liðast saman eins DNA.
Leikhústöfrar voru til staðar í Nýja salnum í Borgarleikhúsinu. Við gengum út með gleði í hjarta þótt ekki blasti lífið við Jeppa og Nillu í regnbogalitum í lokin. Mikið eigum við gott leikhúsfólk. Við eigum svo gott. Framundan ótal góðar sýningar.
Við fórum í gærkvöldi og sáum Jeppa á Fjalli, þvílík unun þvílík dásemd. Það er margt sem gerir þessa sýningu svo dásamlega.
Leikstjórn Benedikts og svið Grétars, búningar Agnieszka Baranowska
Leikur: Að hafa svona stórleikara eins og Ingvar Sigurðarson, sem hefur allt á valdi sínu, látbragð, líkamsburði,tjáningu, söng, tengsl við áhorfendur, Allir að skila sínu með honum Ilmur, Bergþór (af hverju er hann ekki nefndur í skránni), Bergur og Arnmundur Ernst (dýrlegir skemmtanastjórar andskotans), Arnar Dan, Hljómsveitin öll, þar sem sveiflast er á milli hljóðfæra eins og að drekka mysu, og þau bregða sér í leikhlutverk eins og smér.Stefán, Björn og Unnur Birna.
Þýðing, tónlist, textar: Texti sýningarinnar er óborganlegur, fyndinn, dónalegur, algjör skepnuskapur! Lögin og flutningurinn falla saman eins og flís við rass. Það er óborganlegt að hafa Bergþór í söngnum. Drykkjusöngur Ingvar með harmoníkuna er ógleymanlegur svo og sorgarsöngur Ilmar. Útsetningarnar fjölbreytilegar og hæfa í hvert sinn. Bragi Valdimar og Magnús Þór liðast saman eins DNA.
Leikhústöfrar voru til staðar í Nýja salnum í Borgarleikhúsinu. Við gengum út með gleði í hjarta þótt ekki blasti lífið við Jeppa og Nillu í regnbogalitum í lokin. Mikið eigum við gott leikhúsfólk. Við eigum svo gott. Framundan ótal góðar sýningar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)