þriðjudagur, 25. apríl 2017

Frakkland /Ísland: Spurningar og svör.

Úrslitin í Frakklandi koma svo sem ekki á óvart. Ef maður hefur fylgst með stjórnmálum í heiminum upp á síðkastið. Vantraustið og fyrirlitning á hefðbundnum stjórnmálaöflum er allsráðandi. Í staðinn eiga Öfgaflokkar /Einstaklingar aðgang að atkvæðum fólks sem aldrei fyrr. Fleiri flokkar fleiri framboð, meira lýðræði? Það er spurningin.

Ýmislegt er sameiginlegt með seinustu kosningum hjá okkur og þeim frönsku. Tveir frambjóðendur LePen og Fillon hafa skugga spillingar hangandi yfir sér, en eru kosnir af 40% kjósenda. Hverjum er ekki sama? Myndum við gera það sama í sömu aðstöðu? Bara kjósa þá. Ónei, ekki ég. Ansi er maður orðinn lúinn.  Það á við undirritaðan Eins og mörgum öðrum, finnst mér spillingin umhverfis okkur vera yfirþyrmandi og valdamönnum   spillingar finnst ekki ástæða  til að fela voðaverk sín. Ættarspilling og klíkuskapur ráða ríkjum. Flestir bugta sig og beygja. 

En ..... Hvað getum við gert, kosið fasista og pópúlista? Dansað við Trump og úlfa. Blásið í Trumpeta? Það er eins og allar leiðir séu lokaðar. Orð eins og Friður, Réttlæti, Fegurð eða Manngæska eru gleymd. Græðgin glottir framan í okkur.

Ég er þreyttur og nenni varla að skrifa.  En ....  ætli maður rísi ekki upp aftur? Spurningarnar eru margar og um leið eru svörin fjölmörg. Mér var hugsað um þetta þegar ég horfði og hlustaði á Hin tvö líf Verónikku, meistaraverk Pólverjans Kieslowskí.  https://youtu.be/XlcWrglVZEA





Official first round result

With 106 of 107 departements counted | At 04:49 CEST
Macron 23.75%
Le Pen 21.53%
Fillon 19.91%
Mélenchon 19.64%
Hamon 6.35%
Dupont-Aignan 4.75%
Lassalle 1.22%
Poutou 1.1%
Asselineau 0.92%
Arthaud 0.65%
Cheminade 0.18%

The top two candidates go into a run-off election in two weeks' time, on Sunday 7 May.