mánudagur, 20. október 2014

Hverjum þjónar ríkisstjórnin?

Það er margt skrítið í henni Stjórnarbungu. Ráðherrar, ráðamenn sem vita allt best, hlusta ekki, tala ekki við þá sem eru ekki alveg sammála. Halda að þeir geti haldið niðri andstöðu með reiði ofstopa, hraunað yfir aðra.
 Mörg stórmál í algeru uppnámi: 

 

Leiðrétting á verðtryggingu og skuldastöðu lána heimilanna. 

 

Virðisaukaskatturinn.  

 

Staða heilbrigðiskerfisins. 

 

Skólakerfið. 


Engir smámálaflokkar.  En ... þeir vita allt best, er það ekki????? Eitt er sameiginlegt í öllum þeirra gjörðum.  Að vera fulltrúar hinna ríku, auðugu, landeigenda Íslands.  Að hylma yfir spillingu, það kunna þeir, Að sjá ekki hvaða mál eru þýðingarmest fyrir fólkið í landinu.  Er það mikilvægast að úthluta beinum?

Svo fólkið í landinu vonar að þeir geri ekkert.  Þá gera þeir ekkert af sér. Eða hvað?