mánudagur, 15. febrúar 2016

Ferðaþjónusta á villigötum: Banaslys í beinni

Ferðaþjónusta á villigötum.  Enginn tekur ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. 
Ferðamenn drepa sig í Reynisfjöru.  Aðrir hætt komnir. Það má ekki fara í sjóinn segja ferðaleiðsögumenn, og ekkert meira. 
Fjöldi ferðamanna leika sér út á ísnum á Jökulsárlóni, þetta gerist stöðugt segir fararstjóri sem
kemur oft með hópa þangað.  Enginn er á staðnum til að koma í veg fyrir þetta.  Sama er umhverfis hveri og stórhættulega staði, hálka á Gullfossi.  Þetta er hættulegt segja ferðaskipuleggjendur og ekkert meira. 

Er ekki eðlilegt að ríkið komi upp landvarðaþjónustu og skattleggi ferðamannaiðnaðinn úr því að hann getur ekki gert þetta að sjá um eftirlit.  Svo segir framkvæmdasjóri  Íslandsstofu að það sé svo mikil landkynning þegar poppgoð sýni fáránlega framkomu.  Enginn auðvitað að fylgjast með slíku sem skapar fordæmi við þúsundir og tugþúsundir.
Það er auðvitað mikil landkynning að sjá fólk farast í beinni í ferðamannaparadísinni Ísland! Við getum verið hreykin yfir því.  

Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.