þriðjudagur, 16. desember 2014

Kirkjuferðir og kjánaprik

Það er erfitt að ræða um starfsemi kirkjunnar innan annarra stofnana eins og skóla.

Þeir sem telja sig vera trúaða, hvernig sem þeir sýna það, verða svo sárir.  Það er erfitt að særa fólk sem er sárt með rökum.  Þeir sem átta sig ekki á orðinu mannréttindi þeir eru á hálum ís.

Kirkjuferðir skólabarna er tiltölulega nýtt fyrirbrigði í sögulegu samhengi.  Það voru engar
kirkjuferðir þegar fólk á mínum aldri var í barna eða gagnfræðaskóla.

Í stórum samfélögum liggur þetta ansi ljóst fyrir að það er stór hluti barna sem kemur af heimilum þar sem er önnur trú en kristni eða trúleysi. Þar höfum við fjölmenningu, sem líka er í trúarheiminum.

Í fámennum samfélögum úti á landi verður þetta oft erfiðara vegna einsleits hóps. Þó held ég að það sé enginn skóli á landinu þar sem allir tilheyra sama trúfélagið það er Lúterismanum.Þótt það sé bara ein fjölskylda þá á hún rétt.

Ég heyrði oft rödd seinustu árin þegar ég var að kenna hvort minni hluti ætti að kúga meirihlutann? "Við" þeas hefðbundnu kristnir væru fleiri svo við ættum að ráða!  Þessar hugmyndir eru ríkjandi á fleiri sviðum.  Meirihluti á Alþingi á að fá að gera hvað sem er án þess að tala við minnihlutann af því að stjórn er mynduð með meirihluta langoftast á Íslandi.  

En það er ábyrgð að vera meirihluti, Bandaríkjamenn hafa manna mest hugleitt þetta í 250 ár.  Þeirra niðurstaða var að í skólum ætti að fara fram kennsla. Ekki trúboð.  Kirkjusöfnuðir eiga að gera það utan skólatíma.  Ef söfnuðir vilja fagna jólum með börnum þá eru það foreldrar sem fara með börn sín í kirkjur eða safnaðarhús.  Ekkert mál. Þá vita líka fullorðnir að það er þeirra ábyrgð að viðhalda kristni eða hvaða trú sem er til niðja sinna. Ekki skólans eða kennara. Eins og viðhorfið hefur verið hérna hjá okkur.  Það eru of fáir hjá okkur sem gera sér grein fyrir merkingu mannréttinda.  Sem skiptu svo miklu máli í stjórnarskrám Frakka og Bandaríkjamanna strax á 18. öld.  Við eigum oftar að lesa rit Upplýsingarmanna.  

Þá myndum við sjá í gegnum kjánaprik eins og Pál Vilhjálmsson, sem notar frasa eins og Öfgavinstrimenn, kristna þjóðmenningu, hófsamir vinstrimenn, pólitískur vígvöllur, öfgamenn sem taka ekki sönsum og kúltúrstríð. Allt til að reyna að koma illu af stað.  Stríð og vígvöllur, allt sem segja þarf um málefnagrundvöll Páls Vilhjálmssonar, ég held að Guðrúnu Helgadóttur líði ekki vel: 

Öfgavinstrimenn í kúltúrstríði

Þingmaður Samfylkingar, Sigríður I. Ingadóttir,tekur undir með atlögu Lífar Magneudóttur á kristna þjóðmenningu Íslendinga.
Hófsamir vinstrimenn, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, vara við því að gera trúmál að pólitískum vígvelli.
Öfgavinstrimenn munu ekki láta segjast enda liggur það í eðli öfganna að taka ekki sönsum.