Vandi hefðbundinna vinstri flokka virðist vera töluverður um þessar mundir.
Við sjáum það á skoðanakönnunum hjá okkur, sama er alls staðar að gerast úti í Evrópu, það kraumar undir óánægja, flokkarnir eru ekki í takt við kjósendurna. Fólk velur frekar nýja flokka sem engin reynsla er á, gefa flokkunum með hefðina og reynsluna langt nef. Gott dæmi núna eru úrslitin í Grikklandi. Flokkur sem fer nýjar slóðir gjörsigrar. Hann þorir að spyrja erfiðra spurninga.
Magnús Geir, hinn ágæti Borgnesingur, bloggar um þetta hjá okkur:
Vinstri flokkarnir uppskera ekki, enda ekki búnir að sá. Þeir kjósa
frekar að hoppa á mál dagsins og vona að óánægjudropinn holi steininn.
Vissulega er ríkisstjórnin ekki sérlega vel þokkuð í samfélaginu en það
eru vinstri flokkarnir heldur ekki.
Hérna er spurningin hvað er vinstri eða ekki, er Björt framtíð og Píratar vinstri, miðja eða hægri? Eða eru þetta ónýt hugtök, vinstri hægri? Gunnar Smári vill fá Illuga Jökuls sem formann Samfylkingar ætli það verði? Varla. Illugi er ekki innanbúðarmaður í Samfylkingunni, heldur ekki í Vinstri Grænum. Hann ætti frekar heima í Pírötum, til að móta nýjar áherslur og fjölbreyttari en nú er. Sérstaklega ef Birgitta ætlar að hætta á þingi.
Þessi umræða er eins og ég sagði ekki bara bundin við Ísland, í Social Europe, netriti um stjórnmál ef oft fjallað um þetta seinast hjá Tom Angier . Þar sem hann ræðir orsökina fyrir þessum áratuga breytingum, fylgispekt jafnaðarmanna við Evrópusambandsgrunnsjónarmið sem hafa stöðugt nálgast nýfrjálshyggjusjónarmið, ráðast hálfhjartað á aukinn mun á kjörum og misrétti í öllum samfélögum okkar sem ala af sér óánægju og fordóma t.d. gagnvart erlendu vinnuafli og nýbúum. Þetta leiðir af sér æ meiri breytingar á hinu pólitíska munstri. Þótt í grunninn séu þessir flokkar af sama stofni. Óánægjuflokkar geta æ meira hrist upp í kerfinu, eins og Framsóknarflokknum tókst hjá okkur. Það eru kjör efri millistéttar sem einkenna stefnu þessara flokka. Ég klippi hér út nokkur atriði sem mér finnst merkileg í þessari grein.
Indeed, EU structures have moved ever closer to the neo-liberal
consensus, thereby ensuring both political disaffection and economic
inequality, while doing nothing to address incipient cultural conflict.
What can the left offer that is not only practicable, but also embodies
real hope for the future?
One of the most dispiriting aspects of current European life is the way
in which both State and market have crowded out autonomous civic
institutions, and the left should be at the forefront of restoring such
civic social space.
More widely, real pressure must be brought to bear on the abuses
perpetrated by tax havens, and on those businesses which refuse to pay
their workers a living wage (not to speak of those that make widespread
use of unpaid internships and zero-hours contracts).
More widely, real pressure must be brought to bear on the abuses
perpetrated by tax havens, and on those businesses which refuse to pay
their workers a living wage (not to speak of those that make widespread
use of unpaid internships and zero-hours contracts).
http://www.socialeurope.eu/2015/02/european-social-democracy-danger-terminal-decline/
Þetta er í grunninn sama sem stjórnmálabarátta snýst um hjá okkur. Að berjast fyrir mannsæmandi lágmarkslaunum, að viðhalda stofnunum, mennta, heilbrigðis og velferðar, sem sífellt er verið að ráðast á, að einkavæða og tæta í sundur. Samanborið Heilbrigðisumræðan um einkarekstur, útvarpsumræðan, og eftirlitsstofnanir fyrir réttindum launafólks. Hvar er baráttan gegn skattaskjólum, hvað hefur Bjarni Ben gert til að kaupa skattaundanskotsupplýsingarnar?
Ég vil í lokin taka Einkarekstrar umræðuna í Heilbrigðiskerfinu á Alþingi í gær sem dæmi. Ráðherra segir að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu. Hvað þýðir það? Fjölbreytt rekstrarform eins og alltaf hafi tíðkast, hvað þýðir það? Ekki einkavæðing en einkarekstur??? Við höfum upplifað stöðugt hærri gjöld seinustu tvo áratugi. Að vera veikur, alvarlega veikur, kostar hundruðir þúsunda. Heimsókn til sérfræðings kostar 5-10000 krónur heimsóknin. Hægt og sígandi verður allt dýrara, er þetta að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu? Lægst launaðasta fólkið hefur ekki efni á því að fara til læknis. Hefur ekki efni á menningu. Hefur ekki efni á velferð og tómstundum.
Stjórnmálamenn efri millistéttar skilja ekki þessi vandamál. Á meðan heldur áfram hrun og sundurtæting vinstri vængsins. Og pólitískir drjólar eiga æ meiri aðgang að skoðunum landans. Við fáum æ fleiri Vigdísar og Sveinbjargar og Guðfinnur og Sigmunda til að gleðja okkur.
Hvað er til ráða?