Það var 1. maí í gær. Aldrei þessu vant var ferð okkar ekki heitið niður í bæ. Við brunuðum út á Seltjarnarnes, heilsa mín leyfði ekki langa göngu í Miðbænum og enn síður að standa og hlusta á ræður. Svo var líka spurningin til hvers? Hvaða ræður hverra? Forystumenn ASÍ sem láta spila
með sig, ríkisstjórnin fær þá í samninga um jafnhækkun allra stéttarfélaga, einhvers konar
þjóðarsátt. En sjá.... engir sameiginlegir fundir ríkisstjórnar og forystumanna sem flestra samtaka, ef ná á þjóðarsátt. Heldur skrifað undir eins lága hækkun og mögulegt var. Svo er kvartað og kveinað þegar í ljós kemur að aðrir fá meira. Forysta ASÍ tekin í nefið eins og bankamennirnir myndu segja.
En ég brunaði út á Nes, Seltjarnarnes við ókum að norðan og ætluðum að leggja í bílastæðið þar. En sjá þegar við nálguðumst þyngdist umferðin. Þarna var bíll við bíl, búið að leggja í öll stæði, mikill mannfjöldi. Hvað var um að vera? Skrítið að sjá nokkurhundruð bíla, líklega of langt að labba frá hverfunum á Nesinu út á Gróttu. Gott dæmi um umhverfisstefnu landans. Svo við flúðum af hólmi fórum suður fyrir og fengum stæði á
horninu við Golfvöllinn. Ég staulaðist út úr bílnum, það er ansi erfitt, svo kíktum við á hvað væri um að vera. Var verið að halda upp á 1. maí á Nesinu, eða var verið að opna kosningabaráttu xD, var Hrafn Gunnlaugsson að taka upp nýja kraftaverkamynd? Í ljós kom seinna að það var einhver Gróttuhátíð Nesjamanna. Góða veðrið dró til sín fólkið. Við röltum út í Herskýlið fyrir vestan Golfvöllinn þar var allt með kyrrum kjörum. Þó nokkuð fólk á rólinu eða hjólinu. Þetta var prýðisdagur. Samt hefði verið ennn skemmtilegra að geta hlaupið kringum golfvöllinn eða þrammað í göngunni. Kíkt á trúgjörnu herrana, fengið sér kaffi og meððí. Eins og maður á að gera á 1. maí. Svo fékk ég rauðvín með kvöldmatnum. Gleymdi hinni eilífu píslargöngu íslensks launafólks að fá mannsæmandi kjör. Þar sem allt stefnir í verrra, árs bið að komast í hnéaðgerð (ég er búinn að bíða í 7 mánuði). Margir hafa ekki efni á því að fara til læknis en myndu samt örugglega kaupa nýjustu IPad gerðina það eru þverstæður auðmagnsins. Að framleiða varning sem neytendurnir geta ekki verið án. Já, hún verður löng þessi píslarganga þessarar þjóðar sem telur sig geta stjórnað sjálfri sér þótt það séu ekki forsendur fyrir því nema með samstarfi við aðra. Svo Píslargangan heldur áfram, ætli ég fari ekki til Santiago de Compostela ef ég næ bata og bið fyrir vanhæfri ríkisstjórn. Kannski gerist þá kraftaverk!!!