fimmtudagur, 12. mars 2015

Innanríkisráðueytið: Lok lok og læs

Engin lognmolla í Innanríkisráðuneytinu, þar sem eru flestir lögfræðingar, þarf að leita út fyrir þykka veggi ráðuneytisins til að fá ráðgjöf.  Ekki ókeypis, þetta eru alhliða ráðgjafar, með ótal manns á mörgum sviðum, og nafnið Argus, vísar í ótal áttir:  Meira að segja fjármálaráðherra og ríkisstjórn leita til þeirra: 

og nú síðast ráðgjöf um stefnumótun á sviði fjármálamarkaðar fyrir fjármálaráðherra og ríkisstjórn.

Og ráðherrann segir lok lok og læs enginn á að ræða þetta, en Alþingismenn vilja fá að vita meira.  Ætli þeir fái upplýsingar frá hinum skelegga ráðherra.  Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar sáu hina einu leið að losa sig við dv.is sem lét fyrrum ráðherra og aðstoðarmenn hennar ekki í friði.  

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dómsins og umfjöllunar DV og annarra miðla um lekamálið þann 21. nóvember síðastliðinn. Sama dag var tilkynnt um kaup Pressunnar ehf., útgáfufélags Björns Inga, á ráðandi hlut í DV ehf.

Aðstoðarmaður ráðherrans, hinn dæmdi,  semur við þolendur sína og greiðir út milljónir.  Hver ætli borgi það? Já lesendur góðir snjórinn hylur margt á þessum vetri en honum tekst ekki að hylja allt gleymsku.