laugardagur, 27. september 2014

Framsókn: Hatur á hinu opinbera

Merkilegt að fylgjast með fólkinu sem hefur tekið völdin í Framsóknarflokknum.  

Framsóknarflokkurinn var hér á árum áður hinn dæmigerði bændamiðflokkur sem studdi við bakið á sínu fólki í sveitum landsins.  Svona flokkar voru til um alla lýðræðis-Evrópu og jafnvel
líka í SovétEvrópu.  Framsóknarflokkurinn var til dæmis með töluverð samskipti við bændaflokka í Austur-Evrópu sem var deild í Kommúnistaflokkum.   Fóru í boðsferðir í austur alveg eins og sósíalistar í Sósíalistaflókknum og Alþýðubandalagi. Tíma- Tóti skrifaði ferðasögur úr austrinu í Tímann. 

En síðan fékk Framsókn samkeppni frá Vinstri sósíalistum um fylgin í sveitunum og stuðning við landbúnaðarkerfið, meðan forysta Framsóknar sótti inn í útgerðaraðalinn.  Samanborið hagsmuni Halldórs Ásgrímssonar þar.  Loks tók forystan fullan þátt í uppbyggingu Nýfrjálshyggjunnar með helmingaskiptum við Sjálfstæðisflokkinn.  Þar sem Finnur Ingólfsson og Þórólfur á Sauðárkróki og Gunnlaugur Sigmundsson eru dæmigerðir fulltrúar.  

Umræðan um MS seinustu viku sýnir þörfina á uppstokkun á þessu samtryggingarkerfi sem allir flokkar nema Samfylkingin hafa leikið hlutverk, xB xV xD, ekki gleyma hlutverki Sjálfstæðismanna þessari uppbyggingu.  Ég heyrði Steingrím Jóhann ræða þetta í útvarpinu, með tilliti til stöðu Vinstri Grænna,  þetta var allt svo flókið, það finnst mér vera dæmi um að ekkert eigi að gera.  

Svo er ný kynslóð komin til sögunnar í Framsókn, sem hefur sýnt sig smátt og smátt sem fulltrúa nýfasisma, gegn útlendingum, sjúklegt hatur á hinu opinbera, nema þegar hægt er að nota það sjálfum sér til framdráttar. Sér aldrei neitt nema eigin hagsmuni.  Það er óhugnanlegt að hlusta á yfirlýsingar forystunnar.  Í hverri viku kemur eitthvað nýtt frá elítunni, hvort sem hún er edrú eða ekki.   

Það er sorglegt að sjá þegar fólk kann ekki fótum sínum forráð á opinberum vettvangi,  skandalíserar og sýnir sínar furðulegustu hliðar.  Sem í öðrum löndum þýddi afsögn og ærusviptingu. Eins og Lekamálið sýnir okkur.  Í Framsóknarflokknum finnst mönnum svona vinnubrögð töff.