þriðjudagur, 31. mars 2015

Peningar og vopn: Sumar á Sýrlandi......

Eitthvað kunnuglegt í þessu.  Pútín er alltaf tilbúinn í leik við Vesturveldin. Hefur haldið Sýrlandsforseta gangandi með vopn.   Við ættum kannski að reyna aftur það gekk ekki svo vel hjá Davíð og Geir hérna um árið. Gætum fengið aur til að koma okkur út úr Höftunum, það er
sama hvaðan peningarnir koma. Eða hvað?

Annað svolítið merkilegt, ég fletti að gefnu tilefni upp í vef Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnunarinnar í Stokkhólmi og skoðaði mestu kaupendur vopna í heiminum.  Þar komast Sýrlendingar ekki á blað.  Ekki sýrlenski herinn það er kannski erfiðara að mæla ótal sveitir upreisnarmanna gegn stjórn Assads.  Ætli sé nokkuð að marka þessar töflur SIPRI ? Þetta segir nýleg skýrsla SIPRI: In 2014, imports of major arms by Syria appeared to have reduced significantly. The planned delivery of MiG-29 and Yak-130 combat aircraft ordered
from Russia was postponed again.

Eitthvað sem erfitt er að trúa. Eða það er kannski ekki barist með vopnum á  Sýrlandi. Ætli allir fái gefins vopn til að leggja þetta land í rústir og tætlur?   Ætli sé alltaf Sumar á Sýrlandi? Svolítið kaldhæðið????
Hvaðan ætli vopnin komi til Sádi Araba sem hafa byggt upp gríðarlegan her upp á síðkastið? Bretland, Bandaríkin og Frakkland.  Hverjir flytja út mest af vopnum í heiminum?  Bandaríkin, Rússland, Kína, Þýskaland Frakkland  og Bretland.


Grikkir hafa leitað til Rússa varðandi mögulega lánveitingu nú þegar greiðslufall ríkisins vofir yfir.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, býr sig nú undir að hitta Vladimir Putin, forseta Rússlands, á fundi í næstu viku, en talið er að þar muni hann ræða mögulega lánveitingu síðarnefnda ríkisins til hins fyrrnefnda. Reuters greinir frá þessu.
Grikkir hafa átt í samningaviðræðum við lánardrottna sína á evrusvæðinu undanfarnar vikur en þær hafa ekki gengið sem skyldi. Ef ekki fæst niðurstaða í málið á næstunni gæti greiðsluþrot ríkisins átt sér stað í apríl næstkomandi.
Tsipras hafði áður skipulagt fund með Putin í maí næstkomandi, en flýtti fundinum fyrir fáeinum vikum.  Viðræður við Þýskaland og aðra lánardrottna hafa gengið illa, og vilja evruríkin ekki veita fjármuni til Grikklands nema fyrir liggi skýr umbótaáætlun af hálfu landsins, en án þessara fjármuna gæti Grikkland orðið gjaldþrota og jafnvel yfirgefið evrusamstarfið sem gæti ýtt undir óstöðugleika á svæðinu.
Stjórnvöld í Grikklandi segja hins vegar að um hefðbundinn fund sé að ræða sem sé ætlað að styrkja sambandið milli ríkjanna tveggja. Hins vegar hafa sumir embættismenn í Grikklandi sagt það freistandi að athuga hvort Rússar séu viljugir til þess að hlaupa undir bagga snúa Evrópa bakinu gegn Grikkjum.