þriðjudagur, 15. september 2015

Flóttamenn: Krafan er aðgerðir strax

Hin  samhenta ríkisstjórn að störfum. Ráðherrar útskýra stefnu stjórnarinnar hver á sinn hátt um móttöku flóttamanna. 
Þetta frá Eygló: 

Fram kemur á vef Velferðarráðuneytisins að Eygló hafi á fundi sínum með Flóttamannastofnuninni sagt að vilji íslenskra stjórnvalda stæði einkum til þess að taka á móti kvótaflóttafólki sem væri statt í flóttamannabúðum í Líbanon og öðrum nágrannaríkjum Sýrlands.
Þetta er nokkurn veginn í samræmi við stefnuræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, sem sagði að Ísland og önnur Evrópulönd ættu að gæta þess að senda ekki út „þau skilaboð að þau aðstoði fólk eingöngu ef það leitar á náðir glæpamanna og hættir lífi sínu til að komast til Evrópu.“

Svo kemur Gunnar Bragi með annað: 

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, vildi fyrir ríkisstjórnarfund ekki gefa upp hvenær nákvæmlega það kæmu svör frá stjórnvöldum  um hvernig landið ætli að bregðast við flóttamannavandanum. Niðurstaðan gæti legið fyrir eftir tvær til þrjár vikur.
Á vef ráðuneytisins segir jafnframt að íslensk stjórnvöld hefðu markað þá stefnu við móttöku flóttafólks að bjóða sérstaklega velkomna einstaklinga sem teljast til viðkvæmra hópa, samkvæmt skilgreiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Alþingismenn leggja áherslu á flýtimeðferð í þessum málaflokki. 
Ráðherranefnd hefur verið skipuð.  Hvað svo.  Eiga allir að vera að grauta í þessu?  Er ekki eðlilegra að fela þetta einum ráðherra sem vinnur að þessu með sínu fólki og þrautþjálfuðum stofnunum?  Hver er skýringin að endilega þurfi að taka úr flokki fólks hinum megin við

Miðjarðarhafið.  Er ekki hægt að taka tvo hópa einn frá nágrenni Sýrlands, annan frá fólki í neyð í Evrópu?  Eru engir viðkvæmir hópar sem ráfa um Balkanlöndin, oft heilu fjölskyldurnar. 

Krafan er aðgerðir strax! Beislum mannorku okkar til að hjálpa fólki í neyð.  Strax í dag.