sunnudagur, 13. apríl 2014

Stríð í Úkraínu

Ekki er ástandið gott í Austur-Evrópu.  Var að horfa á danskar fréttir. Fréttamaður þeirra var á ferð rúmlega 200 kílómetra inn í Úkrainu, við borgina Slavjansk og hitti þar rússneska hersveit, einkennisbúninga, vopn, búnað, sem kváðust vera kósakkar að hjálpa rússnesku talandi fólki.  Sem tékkaði hverjir fóru yfir brú.   Alls staðar á þessu svæði virðast rússneskir Úkraínubúar hafa tekið völdin. Forsætisráðherra Úkraínu lýsir yfir stríði gegn terrorisma í landinu.  En á svæðinu sem fréttamaðurinn er austast, eru fáir úkrainskir hermenn. Fréttamanninum virtist sem ekki væri heildræn innrás frá Rússlandi heldur fámennar sveitir sendar til hjálpar Rússnesku talandi íbúum.  

Svo það lítur út fyrir styrjöld í Evrópu.  Eins og við mátti búast eftir viðbrögð Pútíns.