miðvikudagur, 10. júní 2015

Bjarni Ben og Skattalækkanasyndrómið alræmda

Sumir halda að allt sé búið, höftin farin, við höfum stigið inn fyrir dyr Himnaríkis, þar taki Guðirnir á móti okkur með útbreiddan faðm, Sigmundur Davíð og Bjarni, en sjá lífið er ekki svona einfalt!

Í dag er það fyrsta sem liggur Fjármálaráðherranum á hjarta, jú hvað heldur þú lesandi góður? Sem Morgunblaðið fræðir okkur um. Þegar hann og fleiri eru með glýju í augum yfir gulli. Betra Heilbrigðiskerfi? Betri kjör Öryrkja og aldraðra? Hröðun framkvæmda við
Landspítala? Aukning í lyfjakostnaðarsjóð? Eitt af þessu? Ó nei, lesandi góður! Ekki ef maður er með Skattalækkanasyndrómið alræmda, sem hefur smitað margan Íhaldsmann á Íslandi.  Ættað frá Bretlandseyjum ef ég hef heyrt rétt.  

Mér sýnist að ég fái 40.000 króna lækkun á sköttum í kjölfar seinustu kjarasamninga, þótt ég hafi hvorki beðið um það né, eða verið aðili að.  Ég hefði frekar viljað að þeir peningar rynnu í heilbrigðiskerfið, til að greiða laun starfsfólks þar í samræmi við menntun og námslán.  Eða kaupa tæki og búnað á sjúkrastofnunum. En ég má ekki hugsa þannig, það er ekki í samræmi við Skattalækkanasyndrómið alræmda.  

Ef við þekkjum rétt, þá verður þetta eins og venjulega, skattalækkanir þýða mestu lækkanir fyrir þá tekjuhæstu, og það þýðir minna í velferðarþjónustu.  Þannig er bara lífið og kerfið.  Því hvað sem höftum líður eða haftaleysi þá breyta þau engu þar um.  Þeir sem kjósa gaurana tvo og þeirra hyski.  Kjósa bara yfir sig ömurlegri lífsgæði.  Svo einfalt og sorglegt er það!

Bjarni ætti að hugleiða orð Einsteins:  Everything should be made as simple as possible, but not simpler.  Þetta er allt sem segja þarf.......

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherrastækka
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir bætta stöðu rík­is­sjóðs skapa skil­yrði fyr­ir lægri skatta og ein­fald­ara skatt­kerfi. Fram hef­ur komið að af­nám hafta gæti stór­bætt skulda­stöðu rík­is­ins.
„Bætt staða rík­is­sjóðs mun skapa svig­rúm fyr­ir áfram­hald­andi skatta­lækk­an­ir en þær þarf að tíma­setja mjög vel,“ seg­ir Bjarni og nefn­ir lækk­un trygg­inga­gjalds, lægri álög­ur á ein­stak­linga og af­nám tolla.
„Þrátt fyr­ir að við höf­um þegar lækkað skatta um­tals­vert verða lægri skatt­ar áfram meðal for­gangs­mála okk­ar og það verður svig­rúm á næstu árum til að gera enn bet­ur.“


http://www.ruv.is/innlent