miðvikudagur, 29. mars 2017

Minnisleysi: Dekhill Advisors ltd. og Kó

Þetta var svo sem ekkert leyndarmál. Svikabrellan í kringum einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þetta var umtalað þá, nú er það skjalfest. 
Það sem er dapurlegt að enn eru þessir menn á fullu í gróðabraski. Þrátt fyrir dóma, fangelsun, hroka og siðleysi.

Nú er Ólafur Ólafsson að undirbúa byggingu heils íbúðahverfis í Reykjavík, Suðurlandsbraut 18 á að verða hótel. Eru allir búnir að gleyma hrun og spillingarsögu þessarar miðstöðvar einkahlutafélaga  Samvinnuhreyfingarinnar þar sem til varð stórveldi þessarar klíku og notað var fé sem hluthafar Samvinnutrygginga/Brunabótafélags áttu. Kjörnir fulltrúar Okkar Reykvíkinga rétta upp hönd. Og vilja vera með í þessu kompaníi. Minnisleysið er algjört : Ekki minnist ég þess hljómar úr öllum áttum. Sagan um nýju fötin keisarans er í fullu gildi. Enginn þorir að segja. Keisarinn er nakinn. 

Enginn þorir að segja : Farðu, peningar þínir eru eitraðir!