föstudagur, 3. febrúar 2017

Stórtíðindi: Röskva bakar Vöku

Merkileg tíðindi, Röskva tætir Vöku í sig í kosningum til Stúdentaráðs , speglar þetta hugmyndir unga fólksins í dag? Einhvern tíma  hefðu þetta þótt stórtíðindi. Hvaða stór breytingar hafa átt sér stað frá því í fyrra? Þegar Vaka vann stórsigur?


Þetta eru gleðitíðindi fyrir mig sem gamlan vinstri mann og Stúdentaráðsliða. Frá byrjun áttunda 
áratugarins. Þá náðu vinstri menn meirihluta og héldu honum lengi. En seinni árin hefur íhaldið 
ráðið oftast ríkjum. Etið  humar og drukkið kampavín. Svo þetta eru stærri tíðindi en 
fjölmiðlaumræðan gefur til kynna. 
Til hamingju Röskva!


Úrslit kosn­inga til Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands fóru á þann veg að Röskva bar sigur­orð af Vöku - fé­lagi lýðræðissinnaðra stúd­enta. Þetta varð ljóst eft­ir að úr­slit voru til­kynnt seint í gær­kvöldi. Í kosn­ing­un­um fékk Röskva 18 full­trúa kjörna en Vaka 9.
Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá kjör­stjórn Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands en um viðsnún­ing er að ræða frá því fyr­ir ári síðan þegar Vaka hlaut 17 kjörna full­trúa en Röskva 10. Röskva hef­ur ekki haft meiri­hluta í Stúd­entaráði síðan 2008-2009.

Kosn­ing­ar til Stúd­entaráðs stóðu yfir á þriðju­dag og miðviku­dag en í þeim voru full­trú­ar kosn­ir á þeim sviðum sem þeir stunda nám. Sviðin fimm eru fé­lags­vís­inda-, hug­vís­inda-, menntavís­inda-, heil­brigðis­vís­inda-, og verk­fræði og nátt­úru­vís­inda­svið. Á hverju sviði eru fimm stúd­entaráðsliðar en á fé­lags­vís­inda­sviði, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta sviðið, eru þeir sjö. Sam­an mynda sviðsráðin Stúd­entaráð Há­skóla Íslands. Röskva hlaut meiri­hluta á öll­um sviðum fyr­ir utan menntavís­inda­svið. 

Alls voru 13.227 nem­end­ur Há­skóla Íslands á kjör­skrá en 5.346 greiddu at­kvæði í kosn­ing­un­um. Heild­ar­kjör­sókn í kosn­ing­un­um til Stúd­entaráðs var því 40,42% sem er svipuð kjör­sókn og und­an­far­in ár.