föstudagur, 26. júní 2015

Drónar, tæki fyrir alla?

Ég hjólaði heim til mín úr sundi í vikunni þá var verið að starta hjólreiðakeppninni miklu á Laugardalsvellinum.  Mikil gleði og tónlistasukk, bassadrunur og diskó,  allir glaðir eins og vera ber, Íslendingar eiga að vera ánægði þjóð.  Þegar ég hjólaði suður fyrir Laugardalsvöll og hjólreiðamennirnir skelltu sér af stað það varð ég var við ókennileg hljóð fyrir ofan mig og leit upp.  

Þar var á ferðinni dróni (drónn), einhver að taka mynd af byrjun keppninnar.  Ég er nú ekki mikið á ferðinni nema helst í Laugardalnum svo ég hef ekki orðið var við svona tæki áðan.  En nú er þetta orðið söluvara hér í búðum eins og hver önnur vara.  

Ekki hef ég heyrt af lagasetningu hér á landi um notkun þessara tækja, hvað með ef útbreiðsla þessara tækja verður mikil?  Einhverjar bilanir og óhöpp verði?  Hvað ætli sé búið að selja mörg tæki eða koma með inn í landið?

Fróðleg og greinargóð lýsing er á byrjunarnotkun á þessum tækjum hér.  Þar segir um öryggi:

Gættu vel að þínu eigin öryggi og annarra. Alls ekki fljúga yfir byggð,  mannfjölda eða sjó og vötnum. Mér skilst að nokkrir drónar hafi endað ofan í Jökulsárslóni og þú vilt ekki að tækið þitt og myndavélin fái svipuð örlög. Þú vilt heldur ekki missa drónann þinn í höfuðið á einhverjum úr mikilli hæð. Dæmi eru um dauðsföll af þeim sökum.  Þessi tæki geta nefnilega dottið niður úr loftinu hvenær sem er.  Vertu því á öruggu svæði ekki síst á meðan þú ert að öðlast færni og reynslu.

Ég held að löggjafinn ætti að grípa fyrr en seinna inn í notkun á þessum tækjum.  Ef tæki fellur til jarðar t.d. í fjölmenni, myndi eigandinn gefa sig fram á stundinni, og taka fulla ábyrgð?  Væri ekki eðlilegt að tryggingar kæmu þar að?  Eru þetta tæki fyrir börn sem ég er viss um að gerist hjá efnuðu fólki?  Pössum okkur á að það verði ekki eftir slys og jafnvel dauða að við förum að gera eitthvað. Þetta eru ekki leiktæki í fjölmenni. 

Þetta er eitthvað fyrir innanríkisráðherra.......  

 https://www.youtube.com/watch?v=HlHwhaoUx4g&list=PLnDNI375T6AHU22Q4QpP7Vh9LGmgCVL4_