sunnudagur, 26. apríl 2015

Það sem fjármálaráðherra skilur ekki

Skrítin rökfærsla fjármálaráðherra á Sprengisandi, sem virðast vera ástæður hans fyrir viðvarandi  fátækt og eymd á Íslandi , sem er til staðar og á að vera: 

„Við meg­um ekki ganga svo langt í jöfnuðinum að það verði eng­inn hvati eft­ir,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra í Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.
Sagði hann ekki hafa komið til tals að setja lög á þær verk­fallsaðgerðir sem standa yfir. Þá seg­ist hann
hafa heyrt kröf­ur um að lág­marks­laun verði að lág­marki 400 og 600 þúsund krón­ur og kröf­ur um allt að 100% hækk­un grunn­launa.

Ráðherra hefur heyrt kröfur um há lágmárkslaun, hann hefur heyrt, ég hef heyrt um milljón, en það gildir ekki í samningaviðræðum  hjá ríkissáttasemjara hvað hann hefur heyrt.  

Á meðan er menntamálaráðherra í bullandi vandræðum um spillingarásakanir og Pétur Blöndal tekur eina syrpu um alfrjálshyggju í Mogganum.  Þar sem atvinnurekendur eiga starfsmenn sína, eiga, þeir sem véfengja það eiga yfir höfði sér málsókn.  
 
Spurningin í þessari samningalotu er ekki kjaftasögur og lögsóknir a la   Pétur Blöndal. Hún er um að semja, um mannsæmandi laun, og skapa sátt í samfélaginu okkar. Það skilur Bjarni Ben ekki. Vill ekki.  Það er ekki í samræmi við hagsmuni landsgreifanna sem stjórna honum.