mánudagur, 16. maí 2016

Forsetaframboð: Bjóðum út embættið

Davíð vill kauplausan forseta.  Hann hefur svo marga lífeyrissjóði fyrir sjálfan sig, ákvað suma sjálfur.  
En getum við ekki gengið lengra, þetta er alltof stutt.  Tökum frjálshyggjuna í botn. 
Bjóðum út embættið, Sá fær sem býður best, borgar með því.  Tekjuöflun ríkissjóðs. 
Nokkrir milljarðar fyrir forsetaembættið.   

Þeir sem töluðu mest um að við ættum að skilja við fortíðina,nú tala þeir bara um fortíðina,
hvað ræddi Guðni um Icesave, um ESB, var hann í Samfylkingunni, Heimdalli.  Þetta þurfum við allt að vita til að kjósa forsetann í núinu.  Amma hans var  í Kvennaframboðinu hugsið ykkur!  Ingibjörg Sólrún skrifaði bók um hana!  Forfeður hans voru 
vantsberar, steinsmiðir og sjómenn. Guðni skrifaði bókina um Gunnar Thoroddsen, prýðisbók.  
Elísabet ætlar ekki að gera neitt, hún er af góðum presta og framsóknarættum.  Andri fékk frönsk bókmenntaverðlaun, pabbi hans var með mér í barna- og gagnfræðaskóla, fjölskylda hans bjó í Teigagerði 1 ef ég man rétt.  Guðni er Íhaldsmaður, segja sumir. Davíð vann með mér eitt sumar við Búrfellsvirkjun.  Svona er íslenskt samfélag.  

Þetta verða skemmtilegar kosningar, eða hvað?  Hver syngjur best fyrir mig?  Hver býður best? 

______________________________________________________________

Seg­ir Guðna vilja koll­varpa stjórn­ar­skránni


myndir:  Greinarhöfundur
„Ég mun ekki þiggja laun á Bessa­stöðum. Ég fæ eft­ir­laun sem eru um 40%. Ég vil draga úr pjatti og þess hátt­ar. Færa for­set­ann heim og gefa fólk­inu aðgang að Bessa­stöðum. Þá held ég að það sé ekki við hæfi að hafa 2,5 millj­ón­ir á mánuði í laun,“ sagði Davíð. 
Seg­ir hann að með eft­ir­laun­un­um yrðu laun hans meira á pari við ráðherra.
„Ég veit hvernig hún Ástríður [Thor­ar­en­sen, eig­in­kona Davíðs] er, hún get­ur ekki hugsað sér pjatt og snobb og að menn séu að glenna sig hér og þar. Þá held ég að það sé við hæfi að þjóðin fái mig frítt,“ sagði Davíð.

Davíð segir Hrunið okkur öllum að kenna



Forseti Íslands er enginn veislustjóri