þriðjudagur, 12. nóvember 2013

Aulahrollur: Stjórnmál og Sómatilfinning

Ég held að það sé kominn tími til að kveðja, íslensk pólitík, bless, adieu, au revoir .  Það er ótrúlegt hve óhugnanlegar mannvitsbrekkur hafa komist á þing.   Hefur þessi þjóð enga sómatilfinningu.  Eru þetta fulltrúar okkar. Hver kaus þá?

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti á Alþingi furðu sinni á því að meðaldagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands væru 111 þúsund krónum hærri á mánuði en meðaldagvinnulaun kvenna í lögreglunni. meðan voru meðaldagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands á sama tíma 416.960, eða 111 þúsund krónum hærri á mánuði. Ég held að það væri heiður að spila í einni flottustu sinfóníu heims og það væri dýrmætt fyrir frekari frama í tónlistinni. Einnig held ég að það væri dýrmætt að fá öflugar konur til að sinna löggæslustörfum, leggja sig í lífshættu, vinna dag og nótt undir álagi og erfiðum aðstæðum."

Ímyndið ykkur konur í sinfoníunni og konur í lögreglunni!!!!  Þessi piltur virðist aldrei hafa heyrt um samræmda launataxta karla og kvenna ( þótt i reynd sé þar víða pottur brotinn með aukagreiðslum). Hugsið ykkur konurnar þurfa full laun, það hvarflar ekki að honum að á bak við árangur sinfoníunnar okkar liggur áratuga nám og vinna allra, bæði karla og kvenna. 
Fara þarf yfir forgangsröðun ríkisins, sagði Vilhjálmur. „Menning og listir eru nauðsynleg en við höfum bara ekkert með það að gera meðan við tryggjum ekki öryggi okkar og heilsu."

Er þetta ekki sama ríkisstjórnin sem byrjaði á því að minnka tekjur ríkisins um nokkra milljarða svo útgerðarmenn hefðu meiri vasapeninga, að taka úr rekstrinum nokkur hundruð milljónir til að leika sér með, eða halda uppi Morgunblaðinu í stað þess að borga skatta og gjöld.  
Og karlinn sem studdi fyrrverandi stjórn í hádeginu og greiddi atkvæði gegn henn um kvöldmatarleytið orðinn hægri hönd Forsætisráðherra.  Auðvitað kauplaust.  Hann hefur svo mikinn áhuga að pranga upp á okkur hugmyndum sínum um betra mannlíf. 

Já, marga setur hljóða, aulahrollur, skrifaði  virtur tónlistarmaður okkar.  Aulahrollur,  það setur að manni vetrarkvíða.  Sem enginn veit hvenær mun enda.