mánudagur, 4. ágúst 2014

Gaza: Mats Gilbert og David Attenborough

Það er margt að gerast í Palestínumálunum.  Það er auðséð að almenningsálitið er farið að hafa áhrif í Evrópu. Ég veit ekki með Bandaríkin, það er annar heimur.  Þar gildir lögmál hins sterka gegn hinum veikari. 
Franski og spænski utanríkisráðherrann senda yfirlýsingar að það sé komið nóg og Bretar tala um að endurskoða vopnasölusamninga. Það að sprengja spítala og stofnanir Sameinuðu þjóðanna  og skeyta ekkert um börn, fjölskyldur og gamalmennier eitthvað orðið svo yfirgengilegaglæpsamlegt að æ fleiri geta ekki tekið þátt í leiknum um gamla frasann að ríki hafi rétt til að verja sig og um leið brjóta ótal alþjóðalög. Þar sem engin mannúð né mannviska kemur fram.  Jafnvel gamli maðurinn David Attenborough sendir Ísraelsmönnum skeyti:  




Viðtal danska sjónvarpþáttarins Deadline á DR1 hefur vakið mikið umtal. Viðtal Mortins Krasnik  (sem er af gyðingaættum) við Mats Gilbert.  Þar sem fréttamaðurinn virðist af mörgum ekki gæta neins sem heitir hlutlægni í spurningum sínum.  Hann hefur varið sig með því að hann noti svona aðferð við alla sem hann talar við. En að fréttamaður taki upp alla helstu frasa Ísraelsstjórnar og alþjóðsamfélagsins um það hverjir séu terroristar er ansi spúkí. Hér eru tölur um árásina í danska útvarpinu.