fimmtudagur, 21. apríl 2016

Bláa höndin, Græni hnefinn og fleira fallegt.

Við munum flest ofríki Davíðs Oddssonar í forsætisráðherrastólnum, þegar hann reyndi að troða fjölmiðlafrumvarpinu í gegnum Bessastaði en hitti fyrir sér Forsetann með stórum staf, kallaði gagnrýnendur á einkafund eins og samtalið fræga við Hallgrím Helgason.  Þá varð til orðtakið Bláa höndin.  

Nú kemur í ljós  að Sigmundur Davíð var arftaki Davíðs á stólnum, kallaði fjölmiðlastjóra fyrir sig til að gráta undan gagnrýni á ríkisstjórnina og Framsóknarflokkinn  (og sjálfan sig í
leiðinni). Fjölmiðlarnir gerðu stjórninni : erfitt fyrir og væri til trafala.  Svo þar hefur verið á ferðinni Græni hnefinn.  Sem síðan hvarf ofan í mýrarfláka í Norðausturkjördæmi. Og setur engan lit á orðspor okkar Íslendinga.  Danska sjónvarpið er með dagskrárauglýsingu á milli þátta á hverju kvöldi, þar sem fyrrverandi Forsætisráðherrann birtist á skjánum þar sem hann er malaður í lygakvörn, áður en Trump birtist á eftir sem næsti trúður En Utanríkisráðuneytið segir okkur að þetta hafi engin áhrif á orðspor okkar, þá hefur það líklega ekki verið neitt fyrir.

Svo halda þeir áfram  að bíta höfuðið af skömminni stjórnarherrarnir. Lofa kosningum í haust en segja svo allt annað.  Ómerkilegastur eins og oft áður,
er Ásmundur Einar, þingmaðurinn sem sem var með Ríkisstjórn í hádeginu og greiddi atkvæði gegn henni um kvöldmatarleytið, nú básúnar hann í sínu kjördæmi að allt annað standi til, stjórnin hafi umboð til næsta vors (sem er lagalega rétt en loforð um annað (sem hefur verið gefið opinberlega)er á siðferðilegu plani en það plan er ekki til hjá honum).