Við fórum á mótmælin í gær, þvílíkur fjöldi, komumst út úr fjöldanum á korteri. Forsætisráðherrann sýndi loks allri þjóðinni að hann er ekki á réttum stað. Hann á að vera annars staðar með milljónir sínar í fanginu. Þetta er ekki spurning um skatta. Þetta er spurning um virðingu fyrir þjóðini. Þess vegna kom fólk til að tjá sig og sýna.
Var að hlusta á fólk lýsa skoðun sinni í útvarpinu á því hversvegna það hefði mætt á mótmælin í gær á. Það var aðdáunarvert hversu fólk tjáði sig vel, hafði meðvitaða sýn á því hvað væri að gerast. Algengasta orðið var Virðing, valdsmenn eru þjónar fólksins í þeirra umboði. Þeir eiga að lifa í sama samfélagi og sama landi og við, lykilorðið er virðing. Sigmundur og aðrir Tortólafarar hafa brotið þann hlekk við þjóðina.
Forsætisráðherrann virðist ekki enn hafa skilið það í sínum einkaheimi.
Var að hlusta á fólk lýsa skoðun sinni í útvarpinu á því hversvegna það hefði mætt á mótmælin í gær á. Það var aðdáunarvert hversu fólk tjáði sig vel, hafði meðvitaða sýn á því hvað væri að gerast. Algengasta orðið var Virðing, valdsmenn eru þjónar fólksins í þeirra umboði. Þeir eiga að lifa í sama samfélagi og sama landi og við, lykilorðið er virðing. Sigmundur og aðrir Tortólafarar hafa brotið þann hlekk við þjóðina.
Forsætisráðherrann virðist ekki enn hafa skilið það í sínum einkaheimi.