mánudagur, 17. mars 2014

Græðgisvæðing ferðamála: Bjartir tímar framundan

Nú er ferðamálaráðherra búin að missa allt úr höndunum í sambandi við gjaldtöku ferðamála. 

Nú verða allir eigendur, náttúruminja, fossa, fjalla, hvera komnir með baukinn ef einhver 
ferðamaður sést   á ferð, akandi, rútandi, hjólandi, gangandi jafnvel fljúgandi. 

Græðgisvæðingin sigrar allt og við sjáum ráðherrann á harðaspretti burtu með allt niðrum sig, fögur sjón að tarna. 

Ég hlakka til þegar ég verð aftur ferðafær og get byrjað að stunda skæruliðastarfsemi á svokallaðar "eignir" fjárgræðgisvæðara. Það eru spennandi tímar framundan, þegar hópar frjálsra Íslendinga og bandamenn þeirra erlendist ryðjast inna á falleg gæðasvæði og fá óblíðar móttökur varðsveita græðginnar.  

Já, það verður flest að sorgargrúti hjá þessari tvíhöfðastjórn.  Það eru bjartir tímar framundan, gullið glitrar í glirnum landans.  Svo er Grænlandsævintýri hið meira framundan.