laugardagur, 1. febrúar 2014

Misgóður Hamlet: Ólafur Darri meistari

Sá Hamlet í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu.  Misgóð sýning, eins og stjórnendur leikstjóri, dramatúrg hafi aldrei getað ákveðið hvort þeir ætluðu að fylgja hefðinni eða feta inn á
póstmódernistiskar brautir.  Texti WS með nútímabröndurum tölvumáls ekki svo skemmtilegt til lengdar.  Herbúr úr Íraksstríðinu ekki heldur.  Af hverju ekki að fara þá alla leið?  Nútímalíf og stríð?   Kirkjugarðssenan var vandræðaleg, jarðaför Ófelíu gerð að einhverjum kjánaskap.Vantar einhverja heildarsýn stjórnenda, sýningin mun lakari eftir hlé. 

  En það var ýmislegt gott. 

Ólafur Darri, það er ekki amalegt að hafa leikara sem getur fyllt út í stórt og djúpt sviðið og salinn.  Bráðskemmtilegur í brjálsemi sinni. Tragískur í sorg sinni.  Ég gæti hugsað mér að fara aftur til að fylgjast með honum.  Horfa á listir hans og fimleika. Stórleikari, einu orði sagt. 

Aðrir leikarar bara góðir þótt ekki stórbrotnir, mér þótti Ófelía leikkonan ágæt, Hildur Berglind Arndal, Jóhann Sigurðarson,  jú þau skiluðu öll sínu.  

Tónlist Úlfs Eldjárn stjórbrotin ansi góð.  Sviðið stórt og djúpt og skilað sínu, þessar járngrindur eru samt orðnar þreytandi.  

Mér virtust áhorfendur skemmta sér, sýningin oft spennandi, oft fyndin, oft sorgleg, stundum vandræðaleg. 

Svo farið og skoðið sjálf, það er gaman að fara í leikhús.  Þetta er þriðja Hamlet sýningin sem ég sé, Gunnar Eyjólfsson, Þröstur Leó og Ólafur Darri.  Í hugarminningunni er Þröstur bestur.  Sú sýning, var það ekki Kjartan Ragnarsson?, var skemmtileg í spillingarsvip sínum, En það var ansi langt síðan. Ég hugsa að ég hafi breyst síðan.  

Svo sá ég tvær kvikmyndaútgáfur, rússneska myndin í leikstjórn Kozintsev með Innokenty Smoktunovsky í hlutverki Hamlets hafði mikil áhrif á mig á sjöunda áratugnum.