sunnudagur, 6. mars 2016

Flóttamenn: 540.000 voru það heillin....

Það er sorglegt að heyra marga Íslendinga tala um erlenda flóttamenn.  Þeir eru skepnur ekki fólk. Sumum virðist ekki vera sjálfrátt.  Bunan stendur út úr því, með rangfærslum og rugli. Fólk sem hefur fest augu á okkar góða landi og vill setjast hér að, fær sér vinnu,  vini og fastastað. Sér um heilbrigðiskerfið, okkur gamla fólkið þegar við erum komin á það stig. Lífgar upp á okkar einþátta og sérstaka  þjóðfélag. 

Svo er allt í lagi að kasta þeim út.  Þeir hafa lent á flugvelli í öðru landi, þar hafa verið tekin
fingraför þá eru þeir fastir í því landi.  Hvernig sem komið er fram við það.  Hvort sem það hefur þolað ofbeldi, kúgun og hungur.  Þarna eiga þeir að vera.  Svona er réttlæti Kerfisins. 



Yfirvöldin hafa komið upp kerfi sem er alveg skothelt.  Ekkert getur haggað því.  Ekki veikindi, geðheilsa, börn. Svo er beðið afsökunar öðru hverju þegar kerfið klikkar, sem er ærið oft.  Nú er það Ahmed Aldzasem Ibrahim,  sem þarf að bíða milli vonar og ótta að byrja aftur hringrásina í landi, þar sem hann fær ekki vinnu, mat eða húsaskjól. 

Svo rak mig í rogastans þegar ég las í Fréttatímanum að lögreglan væri að hirða hundruðir þúsunda af fólki sem hefur tekið upp sambúð, ástin lætur ekki að sér hæða, við erlenda ríkisborgara.  Það er ekki nóg að láta það upplifa sálarangist og grátvökunætur.  Ó nei, 540.000 skulu það vera. Engar raðgreiðslur eða víxlar.  Ó nei. 

Getur ekki gott fólk með lögfræðimenntum tekið að sér ráðgjöf fyrir einstaklinga í þessum sporum, svo þvílík óhæfuverk eigi sé ekki stað? Það eru ekki mikil takmörk fyrir mannvonsku skrifræðisins . Hér er næga vinnu að fá, fólk sem sér fyrir sér sjálft, engir þurfalingar eins og kynþáttahatarar halda.  Það er gott að geta látið af sér hamingju leiða. Verum góð við þá sem eiga erfitt.   
Myndir: Greinarhöfndur



+
Joan Baez Imagine


Bob Dylan og fl.: I pity the poor Immogrant