laugardagur, 22. febrúar 2014

Seinustu gullmolar frú Ragnheiðar Elínar

Iðnaðarráðherrann gerir það ekki endasleppt. Nú ætlar ráðherrann sjálfur að stinga puttunum í súpuna, hvernig ætli það fari.  Fagfólkið vinnur ekki í takt við hennar skoðanir.  Framkvæma á fyrst og hugsa svo:  Þetta flóknasta verkefni sögunnar er ekki erfitt hjá henni.  Það sækir að manni óhugur, óhugur um vanhæfi, aldrei hefur þvílík ríkisstjórn vermt stólana.  


Bara einn súpukokkur
Ragnheiður sagði jafnframt að til þessa hefðu "nokkrir kokkar verið að hræra í þessari tilteknu súpu", og minnti á álit atvinnuveganefndar þar sem segir að málið eigi ekki lengur að vera eingöngu á forræði orkufyrirtækjanna, heldur fyrst og síðast stjórnvalda. "Ég er sammála því og tel að á þessum tímapunkti sé farsælast að forræði málsins flytjist alfarið til stjórnvalda og að við höldum utan um alla þætti málsins, meðal annars samskipti við hugsanlega mótaðila."

Í beinu framhaldi upplýsti hún fyrirhugaðan fund sinn með Michael Fallon í næsta mánuði.
Vonbrigði með verkefnisstjórn
Ráðherra ítrekaði þá skoðun sína
að endurskoða þyrfti rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, og nefndi átta virkjunarkosti í því samhengi. Færslu þriggja kosta í neðri hluta Þjórsár sem hún telur órökstudda, ásamt Hágönguvirkjunum 1 og 2 og Skrokkölduvirkjun, úr orkunýtingarflokki í biðflokk sem "var á skjön við faglegar niðurstöður verkefnisstjórnar annars áfanga rammaáætlunar. Og til viðbótar við það voru vænlegir virkjunarkostir í vatnsafli færðir í biðflokk á umdeilanlegum forsendum, eins og Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun."
Ragnheiður vék næst að vinnu nýrrar verkefnisstjórnar  rammaáætlunar sem hún sagðist hafa bundið miklar vonir við. "Það urðu mér því mikil vonbrigði þegar ný verkefnisstjórn rammaáætlunar sendi drög að áfangaskýrslu sinni til umsagnar nú nýverið. Í henni var eingöngu lagt mat á virkjanakostina þrjá í neðri Þjórsá og tillaga nýrrar verkefnisstjórnar var að færa einn af þeim kostum úr biðflokk í orkunýtingarflokk. Ég lít svo á að ný verkefnisstjórn rammaáætlunar hafi ekki lokið því verkefni sem henni var falið og er stafað út í þingsályktun Alþingis og í erindisbréfi hópsins […]," sagði Ragnheiður.