fimmtudagur, 31. október 2013

Forsetinn og undirsátarnir í Stjórnarráðinu

Utanríkisráðherra enn á ferð.  Forsetinn enn á ferð. Það er sárt að horfa upp á þegar Forseti er farinn að unga út B-júklingum.  Sem hafa engar forsendur, hvorki menntun né yfirsýn að meta svo stórar og þýðingamiklar spurningar fyrir þjóðirnar.  Sem hafa í skjóli atgervisleysis síns afhent Forseta landsins mótun utanríkisstefnu sem honum er algjörlega óheimilt samkvæmt stjórnarskrá. 

Þar sem mótuð er stefna sem er langt utan nokkurs samhengis við hagsmuni okkar um þessar mundir.  Þar sem það lítur út fyrir að Kína eiga að taka við hlutverki Evrópusambandsins sem okkar aðalviðskiptaaðili.  Það er Norðurslóðastefna sem á að ríkja í anda forsetans sem er seinni tíma verkefni.  Halda á atkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB án þess að klára samninga eða leyfa þjóðinni að skoða samning.  Hunsa á vilja Alþingis um viðræðurnar og tilbúinn samning.

  Utanríkisráðherann böðlast áfram, hlustar lítið á starfsmenn sína,  virðist tölvustýrður frá Bessastöðum.  Maður kannast við stýrivinnubrögð Forsetans frá fyrri tíð.  Það eru margir sem hafa komið nálægt honum í pólitísku sambandi en það stóða sjaldan lengi.  Hann er oft búinn að skipta um lið.  

Enginn frýr honum vits en valdagræðgin eykst með aldrinum.  Það er gott fyrir hann að hafa þjóna í utanríkis- og forsætisráðuneyti.  Það hefur hann aldrei haft áður.  Hann nýtir sér það til ítrasta.  

Hvað segja Sjálfstæðismenn um þetta.  Eru þeir ánægðir.  Er þetta í þeirra anda að Bessastaðir séu orðnir raunverulegt stjórnsetur landsins?   Er ekki Davíð kampakátur yfir ofurvaldi fjandvinar síns?   ORG búinn að ná völdum sem Davíð hafði aldrei.    


Gunnar Bragi: „Ég vona að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið“ – Horfir til Kína

Ég vona að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið. Það er ómögulegt að segja til um hvað gerist næstu 10 eða 20 ár, en að mínu viti er ESB að færast í þá átt að það verður sífellt óæskilegra fyrir Ísland að gerast aðili. Miðstýringin er að aukast, valdið er að færast frá fullvalda ríkjum til ókjörinna embættismanna.

Fríverslunarsamningurinn við Kína er okkur mjög mikilvægur. Kínverjar hafa áhuga á Íslandi og norðurslóðum og auðvitað á Ísland að notfæra sér þennan áhuga, rétt eins og Ísland notfærir sér áhuga annarra þjóða. Vonandi munu tengslin við Kína styrkjast. Það mun auðvitað gerast á okkar forsendum.

Of mikið gert úr hlutverki forsetans á sæstrengsráðstefnu í London

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að of mikið hafi verið gert úr ætluðu hlutverki forseta Íslands á ráðstefnu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands sem haldin verður í London á morgun.

Norðurlönd: Glæsileiki og niðurskurður

Það var merkilegt að sjá ráðherra okkar spegla sig í glæsileik Norrænnar menningar, lista og umhverfismála á miðvikudagskvöld.  Þarna sátu þau prúðbúin og máluð og upplifðu rjóma atvinnustarfsemi sem verður ekki til án menntunar, vinnu og hæfileika. Munum um leið að þetta valdafólk okkar vill samkvæmt fjárlögum eyðileggja margt sem byggt hefur verið upp seinustu árin í þeim málaflokkum.  

Þessi norræni heimur er ansi merkilegt fyrirbrigði og þeir sem hafa aldrei og vilja aldrei horfa út fyrir hinn engilsaxneska fjölmenningarheim missa af miklu.  Það hefur verið tilhneiging seinustu árin að skera niður fjármuni til þessa samstarfs sem er slæmt mál. 

Ráðherrar okkar og þingmenn taka þátt í þessu samstarfi á okkar kostnað.  Það er dýrt.  En það getur skilað miklu,  stór hópur Íslendinga hefur menntað sig þar, stundað atvinnu og leitað til þegar á hefur bjátað heima hjá okkur. En um leið er þessi heimur fjarlægur mörgum okkar,  flestir Íslendingar vita lítið um dægurlagaheim Norðurlanda svo við tökum dæmi.  En þetta er um leið heimur sem við eigum að vera mest tengd við.  Þar sem mestu er eytt til félagsmála, menntamála og menningarmála í heiminum.  En það er samt ekki okkar vilji að toppfígúrur okkar  spegli sig í þessum glæsiheimi á meðan þær ætla að skera niður grunn menningar og lista í landinu. Og rústa umhverfismálum en umhverfisverðlaunin voru líka veitt í kvöld.  


Koma þau heim með breytta sýn, varla.  Oft hefur það verið tilgangur nýrra ríkisstjórna xD og xB að eyðileggja það sem vinstri menn hafa gert á þessum sviðum.  Einhvern veginn elst þetta fólk upp við menningarfjandsamlegan heim.  

Því miður.   

miðvikudagur, 30. október 2013

Karlar í Hæstarétti: Er eitthvað að???

Enn einu sinni valda karlar í Hæstarétti fjölda manns sorg og sárindum.  Sýknun á þessum karli sem var ákærður fyrir að misnota 4 stráka  í Vestmannaeyjum er óskiljanleg. Strákar í Vestmannaeyjum hljóta alltaf að vera að ljúga.  Maður veit ekki hvað þeir eru að hugsa þessir karlar í skikkjunum. 

„Það hryggir mig að enn einu sinni bregst íslenska réttarkerfið. Ég vil hvetja alla til að biðja fyrir þolendum kynferðisofbeldis, biðja fyrir dómurum Hæstaréttar, biðja fyrir unga manninum sem fékk enga málsvörn né réttlæti í Hæstarétti Íslands. Hugsum til hans, það er máttur í bæninni. Þessi ungi maður verður að finna að við öll trúum honum og stöndum með honum,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir Arons.

Ungur karl sem aldrei varð heill eftir að lenda í klónum á þessu ógæfumenni deyr eftir margra ára  ógæfusama ævi á unga aldri.  Og fjölskyldan fær frétt um það viku eftir jarðarförina að sá ákærði gengur út með sakleysi í farteskinu.  

Karlarnir í Hæstarétti vilja dæma þessa tegund af ákærum eins og allar aðrar.  Virðast ekkert taka tillit til þróunar vísinda þar sem sýnt hefur verið fram á að allt önnur lögmál gilda í þessum málaflokki.  Ég tala nú ekki um ákærur sem koma svona löngu eftir glæpinn sem valda óhörðnuðum ungmennum ævilöngum skaða. Ná aldrei að blómgast.  

Ansi er þetta dapurleg vinnubrögð, mikið á Hæstiréttur þó gott að eiga Ingibjörgu Benediktsdóttur enn starfandi sem lætur ekki þessar fornaldarskepnur í skikkjunum hafa áhrif á sig. Sem hefur ekki gleymt því sem túlkendur íslenskrar lögfræði þekkja ekki lengur, það er mannúð og manngæska.  


þriðjudagur, 29. október 2013

Obama: Vonin sem brást

Það er sorglegt að sjá hvernig von heimsins fór.  Hinn ungi, vel máli farni, glæsilegi karl.  Sem fékk Friðarverðlaun Nóbels svona fyrirfram áður en hann var búinn að sýna nokkuð.  Nú situr hann einn í húsinu hvíta.  Fáir vilja tala við hann af einlægni eða búast við að hann tali satt.  Þessi fulltrúi Heimsveldisins í vestri er rúinn traust eftir að hafa orðið vís að því að leggja blessun sína yfir njósnir á 35 þjóðhöfðingum og forsætisráðherrum. Notaði til þess meira að segja sendiráð stödd í smáfjarlægð frá Þinghúsum þar sem öflugust tæki heims hlustuðu á FARSÍMA þjóðhöfðinganna.  Ætli íslensk yfirvöld hafi orðið þeirrar náðar aðnjótandi að komast í þennan hóp????

Það er furðulegt að sjá fjölmiðla í Evrópu, jafnvel þýska íhaldssama pressu, sem á ekki orð yfir vininum í Vestri.   Arthúr Björgin fjallar um þetta í Speglinum í gær og ég gluggaði í Welt am Sonntag í fyrradag og Welt í morgun.  Í morgun er Höfuðgrein blaðsins eftir Thomas Straubhaar, virtan prófessor sem dvelur nú í Washington við rannsóknir, þar  sem Bandaríkjamönnum er líkt við einræðisríkin í austri, ummæli Leníns eru rifjup upp: "Vertrauen ist gut, Kontrolle ist besser"  Trúnaður er góður,Eftirlit er betra.  Minnt er á allsherjar stýringuna í Austur Þýskalandi þar sem ekki tókst að stjórna þjóðinni þrátt fyrir allt eftirlitið og njósnirnar eða koma í veg fyrir hrunið 1989.   Og hann endar greinina : 
Dass nun 25 Jahre nach dem Kalten Krieg ausgerechnet die USA der Illusion des "Big Brothers" verfallen und glauben, dass eine totale Kontrolle der Privatsphäre zu rechtfertigen ist, ist ein Aufreger. Denn damit werden die USA den Prinzipien einer liberalen, offenen Gesellschaft untreu.  "Að Bandaríkin 25 árum eftir lok Kalda stríðsins trúi og ímyndi sér að algjört Eftirlit Einkasviðsins sé hægt að réttlæta er hneyksli."  Með þessu eru Bandaríkin  fallin frá Grundvallarhugmyndunum um frjálst, opið samfélag.  

Á seinni hluta valdatímabils síns stendur Barack Obama aleinn, hann treystir engum, allt þarf að hlera,  hann sendir Dróna í allar áttir, enn er hann ekki búinn að loka Guantanama fangabúðunum, hann situr í Hvíta húsinu og les tölvupósta þýska kanslarans. Hann hefur ekki getað stýrt því að leysa hin raunverulegu vandamál sem komu Kreppunni af stað.  Það er auðhyggjan sem stýrir, hinir ríku verða ríkari, hinir fátæku fátækari.  Á tímum vonarinnar sem brást. Fari hann vel.





sunnudagur, 27. október 2013

Bjarni vék af fundi ......

Enn er fólk að ræða yfirgang Garðabæjar og Vegagerðar með samþykki Innanríkisráðuneytis gegn umhverfissinnum.  Mikið hefur verið rætt um hversu Bjarni okkar kæri Benediktsson vissi lítið.  Jafnvel frændi hans Ingimundur Sveinsson sem var stundum til ráðgjafar þar syðra
hefur ekki getað frætt hann um tengslin og ömmurnar sem bæjarstjóranum var tíðrætt um í útvarpinu.  

En...... árið 2007 var Bjarni farinn að vita eitthvað. Það sést í fundargerðum.  Það er skemmtilegt hversu eigendur Selskarðs fylgja ár eftir ár sínum hagsmunum með athugsemdum á hverju ári og í fundargerð 24.10.2007 þá víkur Bjarni af fundi, takið eftir vék af fundi.  Þegar eigendur Selskarðs voru að minna á rétt til Mótekju vestan Hraunsholtslækjar. Til hvers átti svo að nota mó eð mold?   Mómold frá þessu svæði hyggjast eigendur Selskarðs m.a. nýta sem gróðurmold í lóðir á heimalandi Selskarðs. Já, Bjarni er kominn inn í hugmyndir ættarinnar um framkvæmdir.  Ef hann vissi það ekki strax.  Sem mér finnst líklegra.  


5. Ásgarður, deiliskipulagsbreyting – 2007 07 0027Tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs lögð fram að lokinni kynningu.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð íþróttamiðstöðvarinnar stækkar til vesturs en
lóðir sameiginlegra bílastæða minnka sem þeirri stækkun nemur. Fimleikahúsið
verður sambyggt við íþróttamiðstöðina og verður hámarkshæð 9,0 m. Tillagan var í
kynningu frá 31.ágúst til 12.október. Ein athugasemd hefur borist við tillöguna
frá Jóni Lárussyni fyrir hönd eigenda Selsskarðs þar sem vakin er athygli á því
að jörðin Selskarð eigi rétt til mótaks í mómýri vestan Hraunsholtslækjar. Þar
sem að hugsanlegur réttur til mótaks er í mómýri vestan Hraunsholtslækjar á
athugasemdin ekki við deiliskipulag Ásgarðs þar sem skipulagssvæðið er allt
austan lækjarins og er athugasemdinni því vísað frá.

Bjarni Benediktsson vék af fundi undir þessum lið. 


Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 25.gr. Skipulags- og
byggingarlaga.

Ríkisstjórn með meirihluta. Bjarni Ben vék af fundi

Það er ansi furðulegt að hitta fólk um þessar mundir.  Nú eftir að þingmenn hafa þeyst um landið til að ræða við kjósendur sína, þá heyrir maður að margir stjórnarþingmanna hafi ekki átt nein svör við öfgakenndu fjárlagafrumvarpi önnur en þau að það komi ekki til greina að þetta fari svona í gegn, niðurskurður til fjölmargra þátta atvinnulífs, byggðastefnu,heilbriðgismála, menninga og mennta.  Svo spurningin er láta þeira valdaklíkuna temja sig þegar koma til baka í Alþingishúsið??????   Gilda þá ekki lengur orðin : Þetta kemur ekki til greina? Eru alltaf tvær persónur í sama manni; einn í héraði, annar á Alþingi? 

Einn viðmælandi minn sagði þetta minna sig á þegar Jón Bjarnason fór í prófkjör fyrir xS  og mærði þennan flokk víða um héruð. Í næstu viku á eftir hringdi hann í þá sama fólk og básúnaði ágæti VG og hvatti fólk til að kjósa sig eftir hann tapaði prófkjörinu í xS!!
________________________________

Enn er fólk að ræða yfirgang Garðabæjar og Vegagerðar með samþykki Innanríkisráðuneytis gegn umhverfissinnum.  Mikið hefur verið rætt um hversu Bjarni okkar kæri Benediktsson vissi lítið.  Jafnvel frændi hans Ingimundur Sveinsson sem var stundum til ráðgjafar hefur ekki getað frætt hann um tengslin og ömmurnar sem bæjarstjóranum var tíðrætt um í útvarpinu.  

En...... árið 2007 var Bjarni farinn að vita eitthvað. Það sést í fundargerðum.  Það er skemmtilegt hversu eigendur Selskarðs fylgja ár eftir ár sínum hagsmunum með athugsemdum á hverju ári og í fundargerð 24.10.2007 þá víkur Bjarni af fundi, takið eftir vék af fundi.  Þegar eigendur Selskarðs voru að minna á rétt til Mótekju vestan Hraunsholtslækjar. Til hvers átti svo að nota mó eð mold?   Mómold frá þessu svæði hyggjast eigendur Selskarðs m.a. nýta sem gróðurmold í lóðir á heimalandi Selskarðs. Já, Bjarni er kominn inn í hugmyndir ættarinnar um framkvæmdir.  Ef hann vissi það ekki strax.  


5. Ásgarður, deiliskipulagsbreyting – 2007 07 0027
Tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs lögð fram að lokinni kynningu.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð íþróttamiðstöðvarinnar stækkar til vesturs en
lóðir sameiginlegra bílastæða minnka sem þeirri stækkun nemur. Fimleikahúsið
verður sambyggt við íþróttamiðstöðina og verður hámarkshæð 9,0 m. Tillagan var í
kynningu frá 31.ágúst til 12.október. Ein athugasemd hefur borist við tillöguna
frá Jóni Lárussyni fyrir hönd eigenda Selsskarðs þar sem vakin er athygli á því
að jörðin Selskarð eigi rétt til mótaks í mómýri vestan Hraunsholtslækjar. Þar
sem að hugsanlegur réttur til mótaks er í mómýri vestan Hraunsholtslækjar á
athugasemdin ekki við deiliskipulag Ásgarðs þar sem skipulagssvæðið er allt
austan lækjarins og er athugasemdinni því vísað frá.

Bjarni Benediktsson vék af fundi undir þessum lið. 


Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 25.gr. Skipulags- og
byggingarlaga.






  



miðvikudagur, 23. október 2013

Gálgahraun, táknrænt nafn, merkilegir atburðir

Gálgahraun, bara nafnið vekur óhug og ótta.  Enn verða það ekki bara handtökurnar sem vekja undrun. 

Hitt sem er skrítnara og fáránlegra það er hlutur fjármálaráðherra og stórfjölskyldu hans í þessu afkáralega sjónarspili.  Sem kemur manni svo sem ekki á óvart þegar upp er staðið.  Svo margt undirfurðulegt hefur komið í ljós seinustu árin í sambandi við fjármálaklíkur þjóðarinnar. Svo er reynt að dreifa málinu í umræðunum skaðabætur fyrir landið þegar fólk er að ræða um seinni tíma gróða Eigenda.  

Spurningu hlýtur maður að varpa fram, var BB viðstaddur þegar ákvarðanataka var tekin í skipulagsráði  Garðabæjar????  Greiddi hann atkvæði?  Er það í samræmi við lög? Hvað segja fundargerðir um það?

Morgunblaðið lýsti hugmyndum jarðareigenda  þar sem framtíðaráform þeirra eru sýndar. Það verður gaman að fylgjast með skipulagsmálum Garðabæjar næstu árin og sjá hvað gerast.

Og um Gálgahraun er enginn vegur eða hvað?

Hverjir eiga Selskarð?

Selskarð
(db. ERLENDUR BJÖRNSSON)
E
(SVEINN BENEDIKTSS)
E
Anna Arnbjarnardóttir
E
Anna Lárusdóttir Ellerup
E
Benedikt Sveinsson
E
Bolli Þór Bollason
E
Einar Sveinsson
E
Guðrún Sveinsdóttir
E
Ingimundur Sveinsson
E
Jón Lárusson
E
Oskar Arnbjarnarson Oskarson
E
Óskar Lárusson
E
Sigríður Arnbjarnardóttir


Og Hannes Smárason er kominn úr sóttkvínni segir Kári Stefánsson



mánudagur, 21. október 2013

Biskup,Forseti, Ráðherrar: Hrópandi þögn


Góð tilbreyting að heyra í kirkjunnar manni sem ekki bugtar sig og beygir fyrir gulli og kálfum eins og við erum vön hérna heima. Biskupinn af Kantaraborg er frjálshuga maður með hjartað og hugsun á réttum stað.  

http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/21102013-0

Forsetinn okkar virðist vera með aðrar áherslur heima en erlendis. Þetta sagði hann fyrir austan. 

Forsetinn sagði mikilvægt að hlusta á þarfir stórra skipafélaga og annarra sem vilja nýta tækifæri á norðurslóðum „sem geta frætt okkur um það hvað fest í þeirri aðstöðu sem menn eru að óska eftir ef að þessar siglingar verða að veruleika.“

Já, það er gott að hafa stór skipafélög sem geta frætt okkur. Fyrir nokkrum árum voru það stórir bankar sem vissu allt um það hvað okkur var fyrir bestu og forsetinn tók undir það. Við vitum hvert það leiddi okkur.  Í útlöndum man hann stundum að það eru stærri vandamál hvað varðar bráðnun ísa og jökla en skipaferðir það er spurning um stöðu okkar og líf á jörðinni.  

Það var hrópandi þögn í dag, engir ráðherrar tjáðu sig um eitt eða neitt.  Enginn Innanríkisráðuneytisráðherra, enginn Heilbrigðisráðherra.  Nei það var enginn ráðherra sem hafði með ólöglega handtöku á fjölda manns að gera.  Enginn ráðherra sem hefur með sjúkrahús að gera, hvað þá að koma með ákveðnar tillögur um fjárveitingar til Landspítalans. 

Hrópandi þögn valdsmanna um það sem skiptir máli.







Kannanir og Landspítali: Þjóðin er fífl

Það lítur illa út, ætli þeir hafi talast við í gær?    SDG og BB, rætt skoðanakannanir?  Kannski þurfa þeir það ekki.  Þeir eru að gera rétt, þjóðin er fífl.  Allt er á réttri leið, norður og niður. Þangað ætlum við.  Með viðkomu í Flórída. Eða hvað? 

Víkjum yfir til Landspítalans. Læknar láta í sér heyra í Fréttablaðinu.  Margir stórir og valdamiklir. Þrjátíu og eitthvað, hvað er merkilegt við þennan lista hér að neðan?  Ótrúlegt árið 2013.  Verðlaun fyrir rétt svar.  Nóg um það.  En hvað á að gera, á bara að bíða?  Eftir hverju?  Er ekki kominn tími til að setja nokkra milljarða í fjáraukalög? Panta græjur og tölvur.  Sýna kraft og dug.  Sem lítið hefur farið fyrir, nema þegar útgerðarmenn eiga í hlut. Sem betur fer getur ríkið tekið lán núna erlendis.  Þökk sé seinustu ríkisstjórn sem þjóðin mat lítils.  Er ekki kominn tími til að tengja??????  

Svo er það listinn hér að neðan. Er virkilega engin kona yfirlæknir prófessor á Landsspítalanum.  Finnst karlyfirlæknum engin ástæða að hafa samstarf við annað starfsfólk.  Er óþarfi að hafa valdamikla hjúkrunarfræðinga með?   Eða aðra starfsmenn, eðlisfræðinga, matvælafræðinga, sálfræðinga, hagfræðinga og svo framvegis. Þarna sýnist mér sé líka kominn tími til að tengja.  Eða hvað?   


■ Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir
og prófessor í skurðlækningum,
formaður prófessoraráðs Landspítala
■ Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í geðlækningum,
varaformaður prófessoraráðs
■ Arthur Löve, yfirlæknir og prófessor
í veirufræði
■ Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Bjarni A. Agnarsson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Björn Guðbjörnsson, yfirlæknir
og prófessor í gigtarrannsóknum
■ Björn R. Lúðvíksson, yfirlæknir
og prófessor í ónæmisfræði
■ Einar Stefánsson, yfirlæknir og
prófessor í augnlækningum
■ Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir
og prófessor í meltingarlækningum
■ Elías Ólafsson, yfirlæknir og
prófessor í taugalækningum
■ Eyþór H. Björnsson, lungnalæknir
og klínískur prófessor
■ Friðbert Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í augnlækningum
■ Gísli H. Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum
■ Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir
og prófessor í lyfjafræði
■ Helgi Jónsson, gigtarlæknir og
prófessor í gigtarlækningum
■ Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og
prófessor í krabbameinslækningum
■ Karl G. Kristinsson, yfirlæknir
og prófessor í sýklafræði
■ Jóhann Heiðar Jóhannsson,
meinafræðingur, klínískur prófessor
■ Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir
og prófessor í lífefnafræði
■ Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir
og prófessor í smitsjúkdómum
■ Magnús Karl Magnússon, prófessor
í lyfjafræði og forseti
læknadeildar HÍ
■ Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og
prófessor í öldrunarlækningum
■ Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir
og prófessor í blóðsjúkdómum
■ Rafn Benediktsson, yfirlæknir
og prófessor í innkirtlalækningum
■ Ragnar G. Bjarnason, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Reynir T. Geirsson, yfirlæknir
og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
■ Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Sigurður Yngvi Kristinsson,
blóðmeinafræðingur og prófessor
í blóðsjúkdómum
■ Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og
prófessor í lungnalækningum


sunnudagur, 20. október 2013

Skálholt: Tilgátukirkja í tilgátuheimi

Nú fá kirkjunnar menn eitthvað til að slást um.  Þeir geta ekki unað sér á friðarstóli. Svo tilgátukirkjan kemur í góðar þarfir.  Nauðsynlegt er að koma upp þessari nýgömlu kirkju til að sýna hve voldugir Íslendingar voru og eru. Við vorum mestir og bestir.  Og erum það
enn eins og Forsætisráðherrann okkar segir þar sem hann veltir sér um  í heitum friðarsandinum á Flórída.

Skólaráð staðarins er ekki hrifið, (ég man nú ekki hvort það mótmælti kofa Árna Johnsens fyrir skömmu síðan).
 „Í okkar huga er þetta fyrst og fremst helgistaður sem vissulega býður túrista velkomna en frumhlutverk þessa staðar er að vera helgi- og sögu- og menningarstaður en ekki bara einhvers konar túristastaður. Það hlutverk er víkjandi en ekki ríkjandi.“  

Og Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir taka sterkara til orða:  
Gullkálfur á helgum stað
Torvelt er að sjá að „miðaldadómkirkja“ í Skálholti reist á öndverðri 21. öld geti þjónað öðrum tilgangi en að vera sölubúð. Það er ekki annað að sjá en að það sé einmitt hugmyndin. Því virðist fyrst og fremst um gullkálf að ræða, svo vísað sé til forns dæmis sem kirkjan ætti að varast.
Bregðist þjóðkirkjan því trausti sem henni var sýnt með afhendingu Skálholts er mikill skaði skeður. Gjöfin verður vissulega ekki aftur tekin. Verði Skálholt „afhelgað“ er kirkjunni og kolkrabbanum á hinn bóginn vorkunnarlaust að reka staðinn af þeim tekjum sem gullkálfurinn og dansinn í kringum hann kunna að skapa. Árleg meðgjöf þjóðarinnar með Skálholti ætti þá að falla niður. Það er óþarft að þjóðin leggi fé í þá hít.


Já, lesendur góðir, væri ekki gott að þessir sterku fjárhirðar létu fé sitt drjúpa í Ríkisspítalann í staðinn fyrir að prjála austur í Skálholti en eflaust verða það handhafar tilgátuguðs sem sigra þeir sömu sem krupu fyrir ameríska fjármagnsguðinum í Laugardalshöll fyrir nokkrum vikum. Þannig er tilgátulíf okkar í dag.  






fimmtudagur, 17. október 2013

Hross í oss: Benedikt bregst okkur

ekki, hann gerir það aldrei, þessi öðlingur. 

Benediktsvika hins heilaga, í fyrrakvöld var það Jeppi á Fjalli, í kvöld sáum við Hross í oss, eina af allra bestu myndum íslenskum fyrr og síðar. 

Mynd fyrir framsóknarmenn og okkur hin.   Hefur allt sem slík mynd hefur upp á að bjóða: 

Ástir, hesta, landslag, groddaskap, greddu, losta, jeppa, dráttarvélar, gaddavír, sjónauka,jarðafarir, brennivín,vodka og svaðilfarir. 

Myndatakan er ótrúleg, hef sjaldan upplifað annað eins. Bergsteinn hefur oft gert vel en varla eins og þetta. 

Leikararnir til sóma, Charlotte þó best, hestarnir þó betro, oft á maður bágt með að skilja samsetningu atriðanna. Þvílíkt listfengi á ferð. Hugmyndaauðgi, listfengi.  

Lofgjörð um lífsneistann, ástina, mannlíf og hestalíf í öllum sínum ófullkomleika.  

Meira bið ég ekki um.  Drífið ykkur í bíó, tökum okkur á, höngum ekki heima.

 

    

Jeppí á Fjalli: Hvers vegna drekkur hann???

Mikið er nú brennivínið gott.  Mikill bölvaldur er nú brennivínið.  Ótrúlegt hversu margir verða að þjást vegna brennivínsins. Hvers vegna drekkur Jeppi???? 

Við fórum í gærkvöldi og sáum Jeppa á Fjalli, þvílík unun þvílík dásemd. Það er margt sem gerir þessa sýningu svo dásamlega.  

Leikstjórn Benedikts og svið Grétars, búningar Agnieszka Baranowska

Leikur: Að hafa svona stórleikara eins og Ingvar Sigurðarson, sem hefur allt á valdi sínu, látbragð, líkamsburði,tjáningu,  söng, tengsl við áhorfendur, Allir að skila sínu með honum Ilmur, Bergþór (af hverju er hann ekki nefndur í skránni), Bergur og Arnmundur Ernst (dýrlegir skemmtanastjórar andskotans), Arnar Dan, Hljómsveitin öll, þar sem sveiflast er á milli hljóðfæra eins og að drekka mysu, og þau bregða sér í leikhlutverk eins og smér.Stefán, Björn og Unnur Birna. 

Þýðing, tónlist, textar:  Texti sýningarinnar er óborganlegur, fyndinn, dónalegur, algjör skepnuskapur!  Lögin og flutningurinn falla saman eins og flís við rass.  Það er óborganlegt að hafa Bergþór í söngnum. Drykkjusöngur Ingvar með harmoníkuna er ógleymanlegur svo og sorgarsöngur Ilmar.  Útsetningarnar fjölbreytilegar og hæfa í hvert sinn. Bragi Valdimar og Magnús Þór liðast saman eins DNA.  

Leikhústöfrar voru til staðar í Nýja salnum í Borgarleikhúsinu. Við gengum út með gleði í hjarta þótt ekki blasti lífið við Jeppa og Nillu í regnbogalitum í lokin. Mikið eigum við gott leikhúsfólk.  Við eigum svo gott. Framundan ótal góðar sýningar. 

miðvikudagur, 16. október 2013

Heimur Hrotta: Hvað getum við gert?

Það er sorglegt að sjá unga drengi eða karla sem sóa sínu lífi á unga aldri og eiga að öllum líkindum aldrei afturkvæmt í heim okkar hinna.  Sem hafa brenglað svo siðferðisvitund sína, líklega með dópi og víni, að þeir halda að allt sé leyfilegt til að ná fram hefndum eða til að fá útrás fyrir girndir sínar og hvatir. 

Allir eiga þessir menn fjölskyldur og kunningja sem eiga erfitt meða að horfa upp á þessa þróun.  Þegar ekki er hægt að eiga samskipti við þá sem í hlut eiga.  Þegar ekki er hægt að treysta neinu sem sagt er.   Þetta er óhugnanlega erfitt fyrir alla umhverfis þessa menn að fylgjast með þessum umskiptum.

Er það nema vona að hvarfli að manni hvað hafi gerst?  Hvernig getur 15 ára unglingur ákveðið að heimur glæpa og ofbeldis sé sá heimur sem hann vilji lifa í?  Er þetta eitthvað sem samfélagið getur lagað?  Til að koma í veg fyrir að horfa upp á endalausar ferðir í og úr Steininum.  Í heimi þar sem ofbeldi og kúgun virðast vera ríkjandi lögmál. Engin iðrun og eftirsjá.  

Hvað getum við gert gegn siðblindu og ranghugmyndum?  Myndin í blöðunum af ungum hrottum sem hafa ekkert að fela.  Þeir þurfa ekki að byrgja andlitin, þessir fjórir. Þeir segja; hér erum við  So What?  Svo erfitt, svo dapurlegt. Það eina sem við getum gert er að senda hlýjar hugsanir til aðstandenda og fórnarlamba, sem verða aldrei söm. 

Gagnvart þessum heimi erum við orðlaus: 

„Meintur brotaþoli í málinu, A, hafi lýst atvikum þannig að hann hafi verið að skemmta sér helgina 28.–30. júní ásamt ákærða. Að kvöldi sunnudagsins hafi hann svo tjáð ákærða, er þeir hafi verið staddir í gleðskap að [...] í Reykjavík, að B hefði átt í kynferðislegu sambandi með [...] ákærða. Við þær fréttir hafi ákærði reiðst mikið og ráðist að A með því að slá hann hnefahögg í andlitið. Því næst hafi A verið neyddur upp í bifreið og ekið með hann að [...] í Grafarvogi, þar sem ákærði hafi aftur tekið á móti honum með hnefahöggum og neytt hann upp í aðra bifreið sem hafi ekið með hann til baka að [...]. Á meðan á akstrinum hafi staðið segir hann ákærða hafa stungið hann nokkrum sinnum með eggvopni. Er hann hafi svo komið aftur í íbúðina að [...] segir hann ofbeldið hafa stigmagnast og að það hafi verið ákærði og meðákærði Y sem hafi haft sig mest í frammi. Hafi hann lýst því að hann hafi verið kýldur í andlitið nokkrum sinnum, laminn í hnéskeljar og handarbök líklega með hafnaboltakylfu. Þá hafi hann verið laminn með minni kylfu í andlitið, og telji sig hafa kinnbeinsbrotnað við það. Þá hafi þeir notað skæri og heimatilbúinn hníf eða rakvélablað til að stinga hann í höfuðið og klippa í eyrun á honum. Þá segi hann meðákærða Y hafa stungið sig 3-4 sinnum með notaðri sprautunál, á meðan ákærði hafi haldið honum niðri. Loks hafi ákærði skipað honum að fara í sturtu til að þrífa af sér blóð og í kjölfarið hafi hann farið með hópnum að [...] í Hafnarfirði. Það hafi svo verið mánudagsmorguninn sem hann hafi yfirgefið vettvang og leitað skjóls hjá vini sínum uns lögregla hafi haft samband við hann.“



sunnudagur, 13. október 2013

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ég

Ég get nú ekki sagt að samband mitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé náið.  En mér brá þegar ég heyrði hádegisfréttirnar í dag.  Það blasti við að nú hafði AGS komist í blogg mín seinustu árin.  Ekki nóg með það heldur voru nýju tillögur þeirra aldeilis stolnar, en það sama hvaðan gott kemur:

„Þar er skuldugum ríkjum ráðlagt að auka skattheimtu af hátekjufólki og alþjóðlegum stórfyrirtækjum enda hafi skattbyrði þessara aðila lést umtalsvert undanfarna þrjá áratugi. Í skýrslunni segir að hærri skattar á tekjuhæstu þjóðfélagshópana myndu auka jöfnuð í samfélögum og gera þorra almennings auðveldara að sætta sig við aðhald í ríkisfjármálum. AGS telur að ef skattheimta á hátekjufólki yrði færð í það horf sem hún var á níunda áratugnum myndu skatttekjurnar aukast um sem nemur 0,25 prósentum af landsframleiðslu iðnríkjanna."

Já, lesendur góðir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldeilis leitað ráða hjá mér og er það nú bara gott, ég er ekki alveg viss um að forsendurnar í huga okkar séu alltaf þær sömu, en það er annað mál.  En það er öruggt að samband okkar virðist eiga eftir að verða nánara í framtíðinni.  Svo er spurningin hvort dökkbláa ríkisstjórnin okkar vilji koma inn í það nána samband. Við sjáum til með það.  Hvort hún taki meira mark á Indefence eða AGS.
  

föstudagur, 11. október 2013

Bréf Sigurjóns: Borgum hærri skatta !!!

Þetta er merkilegt bréf, ég held að það sé kominn tími fyrir okkur öll að skammast okkar, og segja þetta er nóg, Allir hafa verð blindir, ef við þurfum að fá lánað til að reka sjúkrahús, þá gerum við það.  Þessi hugmyndafræði niðurskurðar er röng.  Við segjum nú er komið nóg, við viljum frábært heilbrigðiskerfi og engar refjar.  Við viljum líka frábært skólakerfi.  Við viljum frábært velferðarkerfi.  

Við viljum flest borga meiri skatt.  Eigum við ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um skattheimtu???  Það er eina ráðið í augnablikinu, engir vilja fjárfesta hjá fólki sem hegðar sér eins og við. Horfumst i augu við það.   Við sjálf verðum að borga. 


Hr heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson

Í vor féll ég af baki hests og hlaut af því brot og brák á rifjum nokkrum. Læknakandidat sem leit á mig asnaðist til að hlusta mig í kjölfar fallsins. Það sem hann heyrði var eigi fagurt og vísaði hann mér hið snarasta til hjartalæknis á Akureyri (Jón Þór Sverrisson(.

Ekki höfðu hjartaóhljóð gullhjartans minnkað. Var ég því sendur í þræðingu á Landsspítalann (LSH) og grunur hans staðfestur um sjúkdóm í hjarta.

Hvort sem það er vegna pizzu-, pítu- eða pulsuofáts þá var mér tjáð að ég yrði að koma í hjáveituaðgerð eins fljótt og mögulegt væri.

Tók ég þessum tíðindum karlmannlega eins og mín var von. Félagar mínir í Tromsö voru gáttaðir á að svona gott gullhjarta væri að slá feil. En svona var það.

Fyrir rétt rúmri viku síðan fékk ég svo boð um að mæta mánudaginn 23. september 2013 til undirbúnings og skráningar vegna aðgerðar miðvikudaginn 25.september. Biðin var því löng, rúmir tveir mánuðir. Þar sem hér væri um stóra opna hjartaaðgerð að ræða, væri ég frá vinnu í allt að 3 mánuði. Tilkynnti ég vinnuveitenda mínum og samstarfsfólki við háskólann hvernig mál stæðu og olli það nokkrum kvíða og vandræðum.

Ekki var um það að fást og mætti ég á tilsettum tíma mánudaginn 23. september. Margt afbragðsstarfsfólk tók á móti mér á hinum ýmsu sviðum og var hið ljúfasta. Dugnaðarforkar sem komu sínu vel til skila. Undirbúningur þessi tók hátt í 6 tíma með öllu.

Morguninn 25. þvoði ég mér með opinberri sápu frá spítalanum og var mættur kl 07:00. Afklæddist ég og naut þess að klæða mig í opinberar nærbuxur og öfugan slopp auk opinberra sokka. Eftir rakstur ofan og neðan og allt um kring var mér rennt í rúmi til lokaundirbúnings. Setja átti upp nál og gefa mér eitthvað kæruleysandi. Rétt í þann mund er sprautunálin hitti hörund mitt var kallað “stop, stopp sendið unga manninn (mig!) tilbaka”. Mér var tjáð að aðgerð frestaðist. Klukkan 9:40 var aðgerðin blásin af. Gjörgæsla full. Ég fór úr hinum opinberu nærklæðum og yfirgaf spítalann, nestaður meiri sápu frá hinu opinbera. Skyldi koma daginn eftir, fimmtudag.

Allt var eins fimmtudaginn, nema að það var ekki fyrr en klukkan tíu að aðgerð var blásin af. Gjörgæslan ennþá meira full. Ég rétt náði að afþakka kæruleysissprautuna og verkjastillandi. Læknir minn kom og ræddi við mig. Var raunar miður sín og tilkynnti mér að hann hefði ekki hugmynd um hvenær yrði af aðgerð. Gjörgæslurýmin væru full og hann gæti ekkert við því gert.

Enn minna gat ég nú gert. Á nærbuxum hins opinbera með lokaðar kransæðar verður maður ósköp smár og rífur ekki kjaft svo glatt. En ég sagði honum og hjúkrunarfólkinu að ég liti svo á að kerfið á spítalanum væri hrunið. Ég hefði lesið um vandræði spítalans en aldrei hefði mér dottið í hug að heilbrigðisþjónustan væri í raun hrunin. Þegar eina lausnin á vandræðum spítalans, til að stytta bið og auka rými, væri ótímabært fráfall sjúklinga - þá væri heilbrigðiskerfið hrunið.

Nú er ég kominn að kjarna málsins.

Hvernig stendur á því að flöskuháls í meðferð sjúklinga LSH er gjörgæsla. Atriði sem í raun er einfalt að bæta úr.

Á sama tíma og ég mætti engu öðru en fagmennsku og ljúfmennsku hjá starfsfólki spítalans rann upp fyrir mér að einhverjir hafa tekið ákvarðanir sem hafa leitt af sér hrun eins besta heilbrigðiskerfis í Evrópu. Þessir einhverjir eru stjórnmálamenn og skriffinnar ráðuneytanna.

Vesalings starfsfólkið skammast sín fyrir ástandið. Vilja allt gera til að bæta úr og gera allt sem er þeim mögulegt til að hlutirnir gangi. En það bara dugar ekki. Kerfið ER hrunið.

Það er óásættanlegt að ein besta deild þessa sjúkrahúss, hjartaskurðdeildin, sé svo máttlaus að hún standi auð, STANDI AUÐ, vegna þess að deildin kemur ekki sjúklingum frá sér. Það er hneyksli og heimska. Hvaða „sparnaður“ er í því fólginn að hafa fjölda fólks á launaskrá, sem getur ekki, vegna aðstöðuleysis, unnið sína vinnu. Hvað kostar það sjúklingana, atvinnulífið, þjóðfélagið?

Hver vill vinna á svona vinnustað þar sem heimskan öskrar á mann? Þrátt fyrir alla kunnáttuna, færnina, reynsluna og kostnaðinn, þá er deildin óstarfhæf vegna heimsku. Stjórnunarheimsku. Ímyndaður sparnaður. Færustu læknar standa á göngum og eru að reyna afsaka aumingjahátt og heimsku í skipulaginu, afsaka rangan niðurskurð og misskilinn sparnað, í stað þess að sinna sínu starfi eins og þeir vilja auðvitað helst.

Við erum að ræða um deild á LSH sem er í fremsta flokki í heiminum hvað varðar árangur eftir aðgerðir. Í fremsta flokki í heiminum.

Stjórnendur spítalans eða ráðuneytisfólk veit greinilega ekkert hvað fer fram INNAN VEGGJA hans. Því síður býður þeim í grun að einangrun INN Í VEGGJUM gamla spítalans sé korkur frá 1926, korkur, haugblautur af leka, vegna vonlauss og vitlauss viðhalds. Aldnir veggir spítalans gráta sveppasýktum tárum yfir heimsku mannanna, inn í vistarverum starfsfólks og sjúklinga.

Færustu sérfræðingum spítalans er boðið upp á myglað og heilsuspillandi húsnæði. Aðeins boðið upp á rangindi stjórnenda og svik stjórnmálamanna. Hver getur ætlast til að færir fagmenn vinni við slíkar aðstæður? Eyðileggi heilsu sína og orðspor? Endi með því að vera sjálfir hjálparþurfi, en gætu við eðlilegar aðstæður og vitrænar ákvarðanir aukið lífsgæði, bjargað lífi, eflt okkar dáð.

Vel getur verið að ofangreint sé öllum ljóst. En það dugar bara ekki. Skiptir ekki máli. Eins getur vel verið að mér verði nuddað uppúr því að þetta brenni á mínu eigin skinni. Sé þess vegna svo mikilvægt. Það skiptir heldur ekki máli. Um peninga getum við líka rætt. Þeir skipta raunar ekki máli. Aðalatriðið er að starfsemi Landsspítalans Háskólasjúkrahúss er hrunin.

Og hvað ætlar þú að gera í því?
Það skiptir máli.
Þinn vinur og félagi
Sigurjón Benediktsson tannlæknir MS
Tromsö,Noregi (já og norðmenn hefðu borgað fyrir aðgerðina!)





fimmtudagur, 10. október 2013

Lífið er ópera, eða ekki!!!!

Það er mikið að gerast í menningarlífinu.  Alice Munro, Kanadakonan, meistari smásögunnar fær bókmenntaverðlaun Nóbels.   Ég hef aldrei verið duglegur í smásögum þarf að taka mér tak þar.  Svo það er best að draga fram Munro. Svo væri ekki úr vegi að minnast á tvo gleymda landa sem voru ansi góðir á þessu sviði, Þóri Bergsson og Halldór Stefánsson, þá las ég forðum.   

Óperan blómstrar sem aldrei fyrr í vetur, það eru afmæli tveggja
stórmeistara, Verdis og Wagners.  Mikið um útgáfur stórsöngvarar gefa út lagadiska, ansi fína, Þrír hafa komist til mín, Placido Domingo, Verdi, þar sem hann syngur með baryton rödd sinni nýju.  Jonas Kaufmann, The Verdi album, Íslandsvinurinn góði, með mörg hittin, La Donna e mobile og Celeste Aida og svo framvegis. Ekki má gleyma Wagner diskinum hans frá því í fyrra, frábær!!! Og rússneska valkyrjan, Anna Netrebko, Verdi, heitir þessi líka.  Kraftur eins og í túrbínu.   Mæli með öllum þessum. Gott að láta drynja í húsinu. Ég veit ekki hvað nágrannarnir hugsa.....

Svo er Carmen að koma í Óperuna, það er spennandi, og Metropolitan byrjað í bíó.  Það ku vera algjör draumur.  

Já, lífið er Ópera.  Ég veit ekki hjá Bjarna Ben, þar er teorían sem ræður ríkjum, skattar eru ekki af hinu góða,  betra að skera, skera af menningu, skera af fræðslumálum, skera af félagskerfinu, skattalækkanir eru nauðsyn, sérstaklega fyrir þá sem hafa hæstu tekjur. Nýfrjálshyggjan ræður ríkjum.    

Nei, lífið er ekki Ópera hjá sumum.      

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/10/bjarni-ekki-horfid-fra-skattalaekkunum-til-ad-auka-fjarveitingar-til-landspitalans/

miðvikudagur, 9. október 2013

Haustblús :Að gleyma Hruninu

Það er alltaf skrítin tilfinning við fyrsta snjó haustsins eða vetrarins.  Oft er það þannig að maður lítur út um gluggann og þá blasir við bylur oft í tiltölulega góðu veðri, þó ekki alltaf. Veröldin breytist í hvitan töfraheim. Sem oft stendur ansi stutt.  Svo er þetta líka ein  þáttaskilin enn í lífi manns.  Enn einn vetur sem stundum er erfiður stundum ekki.  Það fer eftir því hvernig manni líður hið innra.  Þá bætis líka við ástandið í kringum mann. 

Nú rifjar maður upp árið þegar allt gerðist.  Hrunhaustið, þegar við sátum límd klukkan fjögur fyrir framan sjónvarpið í vinnunni, á fullu kaupi.  Og hlustuðum og horfðum á manninn sem heldur að gamla fólkið hafi ekki orðið hrunsins vart.  Ég þekki gamalt fólk sem missti nær allt það hafði lagt fyrir til ellinnar.  Ég þekki marga sem hafa síðan barist við að halda húsi og fasteign.  Ég veit ekki um sjóndeildarhring Geirs Haarde, hann verður aldrei í augum mínum stórmenni.  Hann laug of mikið að okkur þetta árið, 2008.  Þegar hann brunaði um lönd og fullvissaði yfirvöld og fjármálamenn að það væri bara allt fínt með bankana á Íslandi!!! Á meðan samstarfsmaður hans Bjarni Benediktsson var búinn að selja hlutabréfin sín í byrjun ársins. Eflaust hafa það verið margir aðrir.  Ég veit ekki um Geir.  En ég er viss um að hann vissi betur en hann sagði okkur. Og stjórnmálamenn eiga aldrei, ég sagði aldrei að ljúga að okkur. Hvaða flokki eða fylkingu sem þeir tilheyra. 

Þessi vetur 2008-2009 var furðulegur, hann leið eins og draumur, kannski ekki martröð, en furðulegur draumur.  Fjöldafundir, átök, eldar á Austurvelli, steinkast í Aþingishúsrúðurnar,  almenningur að hrista til bíl forsætisráðherra, meðan hann hélt að kannski væri runnið upp sitt síðasta.  Piparúði í loftinu, byltingarræður hjá Herði, 
þetta var tími sem gleymist seint þeim sem upplifðu.  Sumir halda að við getum snúið aftur til lífsins eins og það var.  Þetta hafi bara verið slys.  Ansi dýrt slys.  Margir vilja gleyma því að útlendingar töpuðu hundruðum ef ekki þúsundum milljarða á starfsemi íslensku bankanna. Það er ekki nóg að segja að þeim hafi verið nær.  Okkar fólk hafði ekki þann siðræna grunn að stunda þessa tegund af fjármálum. Það eru margir sem vilja ekki viðurkenna það.  Á meðan er spurning hvort einhverjar breytingar verði.  Sérstaklega þegar sumir þeirra eru í æðstu stöðum samfélags okkar.  

Mér er ekki rótt.  Þess vegna er Haustblús í huga mér.  En eflaust mun þessi vetur ganga yfir hjá flestum. Flestir koma undan snjó heilir.   Ekki allir.  


Myndir :  Fyrsti snjór haustið 2013 EÓ