mánudagur, 21. desember 2015

Samfélag Ójafnaðar og vísitölur

Það eru að koma jól.  Þau verða samt ærið misjöfn, eftir því hvar þú ert í stétt. 
Það verða veisluhöld, hó hopp og hí hjá mörgum.  Þeir sem hafa það gott, hafa getað safnað í sjóði. En sumir verða að telja aurana í Bónus, sumir leita til matargjafastofnana. Ef þeir hafa getu til þess og skap. 
Öryrkjar og gamalmenni sem ekki geta lagt fyrir og þurfa að nota langtum meira í lyf.  Og hafa ekki fengið bætur sínar hækkaðarmánuðum saman og fá svo minna en allir aðrir jafnvel þegar þeir fá hækkun um áramótin.  Einhvers staðar sá ég að laun hefðu hækkað að meðaltali um 14 prósent við samninga í vor. Öryrkjar og gamalmenni eiga að fá 9 prósent nú um áramótin, þeir hafa þurft að bíða meirihlutann á árinu, þeir geta auðvitað lifað af minna en aðrir þeir eiga ekki að hreyfa sig svo mikið. Eða hvað? Hvar ætli þeir séu á þessari vísitölu Hagstofunnar hér að neðan?

Ég var að lesa fréttatilkynningu um þróun Human Development index sem Sameiðu þjóðirnar birta á hverju ári til að sjá hvaða þróun hefur orðið hjá mannfólkinu á árinu á jörðinni.  Ég hef ekkert séð fjallað um þetta í fjölmiðlum seinustu daga.  Ég sé nú ekki allt þar. Þar erum við á niðurleið í góðærinu um 3 sæti og mælist engin hækkun á milli ára í þessu mælitæki. Það er til umhugsunar fyrir stjórnvöld. 

En lesendur góðir, því miður gæti margt verið gert betur hjá okkur.  Ef vilji væri fyrir hendi og ef úrelt hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar væri ekki ráðandi. Þar sem hinir ríkustu eiga alltaf að fá mest og hinir lægst settu minnst.  Sorgleg staðreynd en sönn.

Ég óska ykkur svo gleðilegra jóla.